Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2017 | 12:00

Rory myndi hugsa sig um tvisvar áður en hann spilar aftur við Donald Trump

Fjaðrafokið sem Rory McIlroy olli þegar hann spilaði einn golfhring með Bandaríkjaforseta, Donald Trump, hefir orðið til þess að Rory hefir sagst myndu hugsa sig um tvisvar hvort hann myndi spila aftur við Trump fengi hann boð um það.

„Mynd ég gera það aftur? Eftir allt slæma umtalið sem ég hlaut síðast, þá myndi ég hugsa mig um tvisvar,“ sagði Rory í fjölmiðlum í gær frá Augusta, Georgia, skv. CNN:

Rory var m.a. kallaður kynþáttahatari og fasisti á félagsmiðlunum eftir að hinn fjórfaldi risamótsmeistari (Rory) upplýsti í febrúar sl. um að hann hefði spilað við Donald á Trump International í Flórida.

Trump „var að öllum líkindum á 80“ sagði Rory sl. febrúar. „Hann er ágætist kylfingur fyrir mann á áttræðisaldri!

Rory var spurður um golfhring sinn með Trump á blaðamannafundi sem haldinn var fyrir Masters.

Þetta er erfið (spurning) en mér finnst að ég myndi af verið að gefa frá mér stærri yfirlýsingu ef ég hefði hafnað spili við hann,“ sagði Rory. „Þetta var ekki erfið staða að vera sett í, þetta snerist um golfhring og ekkert annað,“ sagði nr. 2 á heimslistanum (Rory).

Rory útskýrði að ein af aðalástæðunum fyrir að hann hefði þegið boð Trump væri að sjá „leyniþjónustuna“ í návígi.

Hann (Rory) sagði: „Í hvert skipti sem boð eða beiðni kemurá mitt borð, þá stekk ég ekki á það, en á sama tíma, að sjá leyniþjónustuna, það var það sem ég var virkilega á eftir.“

Hann (Rory) sagði: „Í hvert skipti sem boð eða beiðni kemur á mitt borð, þá stekk ég ekki á það, en á sama tíma, að sjá leyniþjónustuna, það var það sem ég var virkilega á eftir.

Stjórnmál voru ekki rædd í það minnsta á þessum golfhring. Hann (Trump) hafði meiri áhuga að tala um grasið sem hann var nýbúinn að setja á flatirnar.“