Nadia Forde
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2014 | 21:00

Rory með írsku módeli?

Sú frétt hefir farið eins og eldur í sinu um golffréttamiðla að fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy og írska módelið Nadia Forde, séu byrjuð saman.

Til þeirra sást nú um helgina á lífinu í Dublin, skv. Daily Mail en þau eiga að hafa verið saman mest allt kvöldið á bar einum Dublin’s House á Leeson Street í hópi 15 annarra sameiginlegra vina sinna.

Rory og Nadia eru sögð hafa yfirgefið samkvæmið saman kl. 3:00.

Rory er sagður hafa borgað reikninginn, sem nam u.þ.b. £5,500.

Forde ber það af sér að þau Rory séu par, segir að þau séu bara góðir vinir og hann hafi sent sér nokkur SMS.