Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2011 | 07:00

Rory McIlroy: „Auðvitað hef ég breyst“

Súperstjörnukylfingurinn Rory McIlroy hefir viðurkennt að hann hafi breyst og „vaxið“ s.l. ár, en hann hefir skotist upp í himinhvolfin í golfheiminum eftir sigur á Opna bandaríska.

Hann tók líka við  £1.25 milljónum (230 milljónum íslenskra króna (þar af fara 10-15% í hlut kaddý Rorý þannig að eftir standa u.þ.b. 200 milljónir íslenskra króna) í verðlaunafé á Shanghai Masters.

Þetta hefir ekki allt verið beinn og breiður vegur. Þarna voru vel auglýst slit hans við kærustu hans til langs tíma, Holly Sweeney og síðan samband hans við nr. 1 í tennisheiminum, Caroline Wozniacki og nokkur ummæli sem Rory lét falla, sem vöktu deilur.

Hann hefir harðneitað að Wozniacki hafi haft áhrif á ákvörðun sina að skipta um umboðsskrifstofu nú nýlega.

Rory neitar ekki að hann hafi breyst, en hann sér ekki það sem háðsfuglar halda fram að velgengnin hafi breytt honum til hins verra. „Auðvitað hef ég breyst,“ sagði hann.  „Þetta er allt hluti af því að fullorðnast. Ég er enn bara 22 – það eru krakkar þarna á mínum aldri sem eru enn í háskóla. Ég hef hlotið mikla lífsreynslu á undanförnum árum. Mér finnst eins og UNICEF ferð mín til Haiti hafi breytt mér, sem og það að sigra á Opna bandaríska.“

Rory viðurkennir að hann hafi stundum talað án umhugsunar og sé enn að venjast áhuga fjölmiðla á sér.  „Já ég hef verið sjokkeraður að sjá prófílinn minn,“ sagði hann. „Hlutirnir sem eiga sér stað… í mínum huga eru þeir ekki mikið mál. En það er kannski bara ég. Ég hef sagt hluti á þessu ári sem ég hefði betur sleppt. T.d. eftir Opna breska, þegar ég talaði um slæma veðrið og að ég ætlaði ekki að breyta leik mínum. Ég reyni bara að vera eins hreinskilinn og ég get. Ég vil alltaf vera þannig, ég vil ekki vera í vörn og veita innihaldslaus svör. Ég vil vera ég sjálfur.“

Mestu athygli hefir hann hlotið vegna aðskilnaðar síns nú nýverið frá Chubby Chandler, umboðsmanni sínum og fluttning viðskipta sinna til nýrrar umboðsskrifstofu.  Rory neitar því að þetta hafi verið annað en viðskiptaákvörðun og hefir þráfaldlega sagt að kærasta sín Wozniacki hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun sina að skipta um umboðsmann, en Chubby hefir verið með honum alveg frá byrjun.  Hann sagðist undrandi yfir öllu fjölmiðlafárinu þar sem þetta væri „ekkert persónulegt.“

Rory bætti við: „Ég var hissa á því hversu mikið var gert úr þessu, því þetta er alltaf að gerast. Þetta var líklega erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka á ævinni,“ sagði Rory, sem kynntist Chubby þegar hann var varla búinn að slíta fyrstu golfskónum sínum.

„Og það er erfitt samtal við mann sem hefir verið með manni s.l. 10 ár. Sjáið, ég gleymi aldrei hvað Chubby og ISM hafa gert fyrir mig. Þeir eru stór hluti ferils míns og ef það væri ekki fyrir aðstoð þeirra væri ég ekki í þessari stöðu. Mér fannst í 4 ár að Chubby væri besta manneskjan og frábært væri að eiga viðskipti við ISM. En stundum þar maður að taka framförum, maður þarfnast nýrra sjónarmiða. Og það var nokkuð sem mér fannst ég þarfnast. Þetta snýst ekki um þóknanir eða neitt slíkt. Þetta snýst um mig,, sem er að reyna að spila besta golfið mitt. Og það er allt og sumt. Ég hugsaði lengi og vel um þetta og ég talaði við foreldra mína sem styðja mig 100% í þeim ákvörðunum sem ég tek.“

Eftir á sagði Chandler líka að hann héldi að slitin væru aðallega viðskiptaleg eðlis – aðallega vegna þess að Rory væri ekki hrifinn af því hvernig hann væri markaðssettur og við nokkra styrktaraðila.  Það var  líka talað um að vaxandi samband hans við Wozniacki og frægðin hefðu ruglað hann í ríminu. Rory neitaði öllu þessu staðfastlega.

Hann er næsta óhjákvæmilegur samanburður hans við Tiger Woods þegar sá var á hans aldri. Hann skipti líka um umboðsmann og kastljósinu var beint enn meir að honum líka og eins var hann neyddur til að viðurkenna að hvert lítið smáatriði lífs hans myndi þaðan í frá vera undir vægðarlausri smásjá.  Kannski hefir Rory ekki náð því stigi enn og kannski mun hann aldrei ná því. En þetta hefir komist á stig þar sem hann getur kinnkað kolli þegar blaðamenn líkja honum við „hinn nýja Tiger“.

Í gær á HSBC uppákomu spiluðu Rory og kærasta hans Wozniacki tennis í hermi, og var m.a. mældur hraði uppgjafar þeirra og hann tapaði.. sem er tilfinning sem hann er ekki vanur.

En í síðustu viku vann hann um 200 milljónir íslenskra króna á Shanghai Masters og nú reynir han að sigra 5 titil sinn á ferilinum á þessu heimsmeistaramóti.  Það eru £750,000 í verðlaun fyrir 1. sætið og ef hann næði því væri hann  £400,000 frá því að steypa nr. 1 í heiminum Luke Donald (sem verður ekki með í þessari viku vegna þess að hann ætlar að vera viðstaddur fæðingu 2. dóttur sinnar) úr 1. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar.

„Ég er langt á eftir Luke, en ég hef tækifæri hér til þess að saxa á forystu hans,“ sagði hann.

Ef það væri nú bara svona auðvelt.

Heimild: Belfast Telegraph