Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2011 | 06:00

Rory McIlroy grét eftir að hann glutraði niður sigurfæri á Masters

Rory McIlroy hefir sagst hafa grátið þegar honum mistókst (þrátt fyrir frábært tækifæri) að sigra á Masters í apríl, fyrr á árinu.

Átta mánuðum frá deginum, þegar hann spilaði á 80 og sneri 4 högga forystu í -10 högga ósigur í Augusta, þá viðurkenndi McIlroy að hann hefði orðið fyrir slíkum vonbrigðum að hann grét þegar hann talaði við foreldra sína í símann daginn eftir.

Rory talaði við foreldra sína heima á Norður-Írlandi til þess að hleypa ergelsinu út.

Hin 22  ára stjarna (Rory McIlroy) upplýsti: „Það gæti hafa verið vegna þess að annað þeirra (foreldra hans) sagði eitthvað á þá leið: „Það verður allt í lagi með þig.“

„Ég sagði það verður ekkert í lagi“ því á þeim tíma leið mér eins og þetta væri eina tækifærið sem ég hefði til að sigra á Masters og ég hefði klúðrað því.“

„Eftir það var allt í lagi. Það eru svo margar tilfinningar og hugsanir sem fara um huga manns, en eftir nokkrar vikur komst ég að því að þetta er ekki eina tækifæri mitt.“

Það tók Rory ekki nema 67 daga til þess að komast aftur í gírinn því hann vann næsta risamót Opna bandaríska og sló allskyns met.

 

Metið 

Í því sem var án nokkurs efa er árangur ársins í sportinu, þá var hann kominn í forystu, átti 3 högg á næsta mann eftir 1. dag, hann átti  6 á næsta mann þegar mótið var hálfnað og 8 á næsta mann fyrir lokahringinn og  í lokinn.

Aðeins Tiger Woods hefir sigrað þetta mót með meiri mun á næsta mann og þarf að fara allt aftur til ársins 1921 til að finna enn meiri mun (milli efstu manna). Rory var yngsti kylfingurinn til að vinna mótið frá því Bobby Jones tókst það 1923 og -16 undir pari skor hans var nýtt met, bætti fyrra met um 4 högg.

„Hluti af hvatningu minni var að reyna að sanna að fólk hefði rangt fyrir sér – þ.e. gagnrýnendur mínir, hvort sem þeir voru fjölmiðlamenn, en fólk þess utan. Farið bara á Twitter og þið sjáið öll kommentin.“

„Og ég hugsa að ég hafi þurft að sanna fyrir sjálfum mér að ég væri ekki þessi leikmaður sem brotnar undir pressu, gefur eftir og grætur – ég hata að nota orðið „grætur“ en það er nákvæmlega það sem gerðist á The Masters.

„Ég varð að vera hreinskilinn við mig. Líta á leik minn, taka sjálfan mig undir smásjá og segja „þetta er það sem ég þarf að laga.“

Heimild: SKY Sports