Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2011 | 19:15

Rory McIlroy leiðir með 2 höggum á Shanghai Masters eftir 2. dag

Sigurvegarinn á U.S. Open 2011,  Rory McIlroy  var á -3 undir pari, þ.e. 69 höggum í dag og jók forystu sína í 2 högg og eftir 2. hring á Shanghai Masters.

Eftir að frábæra byrjun í gær á skollafríum hring upp á 64 högg, þá átti Rory í nokkrum vandræðum á fyrri 9 í dag, fékk skolla á 4. holu og missti 2 högg þegar hann drævaði í vatnið í par-4, 9. brautinni.

Hin 22 ára gamla golfstjarna frá Norður-Írlandi (Rory) náði sér á strik með 4 fuglum á seinni 9 og lauk leik á -11 undir pari þ.e. samtals 133 höggum á   Malaren Jack Nicklaus hannaða golfvellinum.

„Mér líkaði við fuglinn, sem ég fékk á 18. og átti góða seinni 9,“ sagði McIlroy. „Að fá 4 fugla hélt mér líka við efnið eftir skrambann.“

Noh Seung-yul  er í 2. sæti eftir frábæran hring upp á  63 högg. Þessi 20 ára kylfingur frá Suður-Kóreu fékk fuglaröð á síðustu 4 holurnar. Hann hóf hringinn T-18, eftir að hafa fengið 72 högg á fyrsta hringinn (í gær).

„Ég hef verið meiddur á ökkla og hef ekki verið fær um að æfa mikið og slá eins mikið og ég hefði viljað,“ sagði Noh. „Ég ákvað bar að fara varlega. Ég púttaði vel og tók góðar ákvarðanir á vellinum, sem hjálpaði skorinu augljóslega.“

Það eru 30 kylfingar á þessu boðmóti sem keppa um $ 2 milljóna fyrsta vinning (u.þ.b. 200 milljónir íslenskra króna), sem er einn stærsti vinningur í atvinnumennskunni.  Allir fá kylfingarnir verðlaun fyrir að keppa og sá sem lendir í síðasta sæti er öruggur með $25.000. Niðurstöðurnar í mótinu hafa ekki áhrif á heimslistann vegna þess að mótið er ekki hluti af neinni mótaröð.

Hér má sjá skor nokkurra kylfinga í dag

Louis Oosthuizen (66) og  Anthony Kim (68) eru á samtals -8 undir eftir 2 daga,  Padraig Harrington (70) og  Hunter Mahan (72) eru höggi á eftir.

Ian Poulter (71) og Robert Karlsson (69) voru á samtals -6 undir og John Daly fylgdi  eftir 69 höggum á fyrsta hring með 70 á seinni og er því jafn Lee Westwood (70), Colin Montgomerie (69) og sigurvegara Masters 2011 Charl Schwartzel (69), en allir eru samtals – 5 under.

The World Golf Championships-HSBC Champions mótið hefst næstu viku á Sheshan International í Kína.

Heimild: Golfweek