Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2011 | 06:05

Rory McIlroy leiðir í Shanghai eftir 3. dag

Sigurvegarinn á Opna bandaríska, Rory McIlroy spilaði á -7 undir pari í gær (laugardaginn) og jók forystu sínu á peningamótinu mikla, Shanghai Masters í 3 högg.

Þessi 22 ára golfstjarna frá Norður-Írlandi (Rory) fékk 7 fugla á 3. hring Jack Nicklaus hannaða golfvallarins við Malaren vatn í Kína og er nú samtals á -18 undir pari, þ.e. samtals á 198 höggum (64 69 65) og leiðir fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í dag.

„Ég vissi að ég yrði að spila vel í dag (þ.e. gær – á laugardaginn) ef ég ætti að sigra í mótinu. Enginn skolli og 7 fuglar, það er það sem maður verður að gera þegar maður er í forystu,” sagði Rory eftir 3. hringinn. „Ég setti mér það mark að verða 18 undir pari og það er það sem ég gerði og ég er svo ánægður með útkomuna.”

Á twitter mátti lesa eftirfarandi skilaboð frá Rory: „Annar góður dagur á vellinum! Ég er spenntur fyrir tækifærinu til að ná 2. sigri í ár!”

Bandaríkjamaðurinn Anthony Kim er í 2. sæti eftir að hafa spilað 3. hring á 65 höggum. Hann er samtals búinn að spila á -15 undir pari.  Síðan kemur Seung-yul Noh á samtals -14 undir pari (hann er 4 höggum á eftir Rory) en hann var á 67 höggum í gær.

Ian Poulter (67) og Hunter Mahan (68) eru samtals -11 undir pari, hvor. Nr. 2 í heiminum Lee Westwood (70) og Geoff Ogilvy (66) eru á samtals -10 undir pari og Robert Karlson (72); Padraig Harrington (73) og Y.E. Yang (68) eru samtals -6 undir pari.

Louis Oosthuizen átti í vandræðum í vindasömu og skýjuðu veðurskilyrðunum, var á 76 höggum og er samtals á -4 undir pari.  Á fremur döprum hring fékk sigurvegari Opna breska 2010 (Louis Oosthuizen) skramba á par-5 13. brautinni og 4 skolla.

Það eru 30 kylfingar sem keppa um $ 2 milljóna sigurlaun en öllum er tryggð að lágmarki $ 25.000,- fyrir það eitt að taka þátt í mótinu.

Eftirfarandi 30 kylfingar keppa í mótinu: A Shun Wu; Anthony Kim; Chao Li; Charl Schwartzel; Chi-Huang Tsai; Colin Montgomerie; Dong Su; Geoff Ogilvy; Hao Yuan; Hunter Mahan; Ian Poulter; Jim Furyk; John Daly; K.J. Choi; Keegan Bradley; Kevin Na; Lee Westwood; Lian-Wei Zhang; Louis Oosthuizen; Mu Hu; Padraig Harrington; Paul Casey; Retief Goosen; Robert Karlsson; Rory McIlroy; Seung-Yul Noh; Wen Yi Huang; Wen-Chong Liang; Xin Jun Zhang og Y.E. Yang.