Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2011 | 13:45

Rory McIlroy og Alvaro Quiros í 1. sæti þegar USB Hong Kong Open er hálfnað

Norður-Írinn Rory McIlroy og Spánverjinn Alvaro Quiros eru í 1. sæti þegar USB Hong Kong Open er hálfnað. Rory og Alvaro spiluðu báðir á 69 höggum í nótt og eru á sama skori -7 undir pari, samtals 133 höggum (64 69).

Í 3. sæti eru Thaílendingurinn Pittayarat og Skotinn Ramsay, aðeins höggi á eftir forystunni, samtals -6 undir pari hvor. Í 5. sæti eru síðan 3 kylfingar þ.á.m. Miguel Angel Jiménez, Þeir eru allir búinir að spila á samtals -5 undir pari, 131 höggi.  Ljóst er því að mjótt er á munum og stefnir í spennandi keppni um helgina.

Til þess að sjá stöðuna á USB Hong Kong Open eftir 2. dag smellið HÉR: