
Rory McIlroy boðið í Hvíta húsið – lofaði að gefa Obama sveifluráð!
Að vera nr. 1 á heimslistanum í golfi hefir svo sannarlega sína kosti – eins og heimboð í Hvíta húsið. Rory McIlroy var nú síðastliðinn miðvikudag boðið í Hvíta húsið í veislu til heiðurs breska forsætisráðherranum, David Cameron.
Rory McIlroy fékk ekki aðeins að hitta forsætisráðherra Cameron heldur líka Barack Obama… og líkt og allir vita sem fylgjast með golfi er nokkuð ljóst hvað borið hefir upp í samtali þeirra. Obama er nefnilega mikill golfáhugamaður og þetta var kjörið tækifæri fyrir hann að fá sveifluráð hjá þeim besta.

F.v.: Samantha Cameron, Michelle Obama, David Cameron (heiðursgestur veislunnar) og Bandaríkjaforseti Barack Obama.
Meðal gesta í veislunni voru aðrir kunnir áhugakylfingar m.a. George Clooney og fv. Bandaríkjaforseti Bill Clinton.
McIlroy tweet-aði eftirfarandi frá kvöldverðarboðinu(smellið hér á það undirstrikaða) og það lítur út fyrir að næsta skiptið sem McIlroy og Obama hittist muni vera á golfvelli, en Rory er búinn að bjóðast til að gefa Obama sveifluráð. Í tweet-i Rory sagði:
Þetta var ótrúleg upplifun í Hvíta húsinu í gær! Miklar þakkir @BarackObama fyrir heimboðið. Við lögum sveifluna á næstunni!
— Rory Mcilroy (@McIlroyRory) mars 15, 2012
Heimild: sports.yahoo.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024