
Rory McIlroy boðið í Hvíta húsið – lofaði að gefa Obama sveifluráð!
Að vera nr. 1 á heimslistanum í golfi hefir svo sannarlega sína kosti – eins og heimboð í Hvíta húsið. Rory McIlroy var nú síðastliðinn miðvikudag boðið í Hvíta húsið í veislu til heiðurs breska forsætisráðherranum, David Cameron.
Rory McIlroy fékk ekki aðeins að hitta forsætisráðherra Cameron heldur líka Barack Obama… og líkt og allir vita sem fylgjast með golfi er nokkuð ljóst hvað borið hefir upp í samtali þeirra. Obama er nefnilega mikill golfáhugamaður og þetta var kjörið tækifæri fyrir hann að fá sveifluráð hjá þeim besta.

F.v.: Samantha Cameron, Michelle Obama, David Cameron (heiðursgestur veislunnar) og Bandaríkjaforseti Barack Obama.
Meðal gesta í veislunni voru aðrir kunnir áhugakylfingar m.a. George Clooney og fv. Bandaríkjaforseti Bill Clinton.
McIlroy tweet-aði eftirfarandi frá kvöldverðarboðinu(smellið hér á það undirstrikaða) og það lítur út fyrir að næsta skiptið sem McIlroy og Obama hittist muni vera á golfvelli, en Rory er búinn að bjóðast til að gefa Obama sveifluráð. Í tweet-i Rory sagði:
Þetta var ótrúleg upplifun í Hvíta húsinu í gær! Miklar þakkir @BarackObama fyrir heimboðið. Við lögum sveifluna á næstunni!
— Rory Mcilroy (@McIlroyRory) mars 15, 2012
Heimild: sports.yahoo.com
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge