![](https://www.golf1.is/wp-content/uploads/2011/12/Rory-McIlroy-571x357.jpg)
Rory McIlroy:„Þetta er búið“ – Heilsuleysi hrjáir hann
„Þetta er búið“ sagði Rory McIlroy niðurdreginn eftir að hann datt úr 3. sæti í það 8. á Dubai World Championship. Hann átti tækifæri með því að sigra í mótinu að ná 1. sæti peningalistans yrði Luke Donald, sem er nr. 1 á heimslistanum í sæti neðar en því 9. Það er fátt sem virðist geta stöðvað það að Luke hljóti peningatitilanna bæði á bandaríska PGA og tryggi sér efsta sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar á morgun. Um það að Luke taki 1. sæti peningalistans sagði Rory: „Hann (Luke Donald) á það skilið.“
Heilsuleysi hefir hrjáð Rory en haft var eftir ónafngreindum starfsmanni umboðsskrifstofu Rory að hann væri með of lítið af hvítum blóðkornum sem hugsanlega mætti rekja til ofreynslu og þreytu. „Þetta er vírus og hann þarfnast hvíldar,“ sagði sami heimildarmaður. Á heimasíðu Evrópumótaraðarinnar er jafnvel talað um að Rory sé að kljást við Dengue hitasótt, en hitinn hefir gert vart við sig hjá Rory af og til það sem af er vikunnar.
Það sem virtist hafa góð áhrif á hann var að kærasta hans Caroline Wozniacki kom og horfði á hann spila seinni 9 á þessum 3. hring í dag, þar sem Rory skilaði sér í hús á 71 höggi. Á seinni 9 fékk Rory fugla á 11., 12. 16. og 18. Þrátt fyrir heilsuleysi og aðrar raunir er þá ekki eftir allt saman verið að reyna að ganga í augun á kærestunni?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024