
Rory McIlroy:„Þetta er búið“ – Heilsuleysi hrjáir hann
„Þetta er búið“ sagði Rory McIlroy niðurdreginn eftir að hann datt úr 3. sæti í það 8. á Dubai World Championship. Hann átti tækifæri með því að sigra í mótinu að ná 1. sæti peningalistans yrði Luke Donald, sem er nr. 1 á heimslistanum í sæti neðar en því 9. Það er fátt sem virðist geta stöðvað það að Luke hljóti peningatitilanna bæði á bandaríska PGA og tryggi sér efsta sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar á morgun. Um það að Luke taki 1. sæti peningalistans sagði Rory: „Hann (Luke Donald) á það skilið.“
Heilsuleysi hefir hrjáð Rory en haft var eftir ónafngreindum starfsmanni umboðsskrifstofu Rory að hann væri með of lítið af hvítum blóðkornum sem hugsanlega mætti rekja til ofreynslu og þreytu. „Þetta er vírus og hann þarfnast hvíldar,“ sagði sami heimildarmaður. Á heimasíðu Evrópumótaraðarinnar er jafnvel talað um að Rory sé að kljást við Dengue hitasótt, en hitinn hefir gert vart við sig hjá Rory af og til það sem af er vikunnar.
Það sem virtist hafa góð áhrif á hann var að kærasta hans Caroline Wozniacki kom og horfði á hann spila seinni 9 á þessum 3. hring í dag, þar sem Rory skilaði sér í hús á 71 höggi. Á seinni 9 fékk Rory fugla á 11., 12. 16. og 18. Þrátt fyrir heilsuleysi og aðrar raunir er þá ekki eftir allt saman verið að reyna að ganga í augun á kærestunni?
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023