
Rory McIlroy:„Ég ætla ekki að spila golf um fertugt“
Rory McIlroy er nú búinn að jafna sig af Dengue hitasóttinni, þreytunni og þróttleysinu, sem var að hrjá hann í Dubai fyrr í mánuðinum. Hann er nú á Írlandi og var í viðtali við Independent. Aðspurður hvort hann ætlaði að verja vinningsfé sínu í kaup á flugvél vegna tíðra ferða hans um heiminn og vegna þess að það væri hastæðara vegna þess langa ferils, sem framundan væri hjá honum sagði hann að ekkert slíkt væri á dagskrá hjá sér. Fljúga þyrfti þær 300 stundir á ári til þess að þær borguðu sig. Þegar blaðamenn héldu áfram og sögðu Pádraig Harrington hafa keypt sér flugvél sagði Rory: „Ég ætla ekki að vera að spila golf um fertugt.“
Annars sagði Rory að stefnan væri sett á að vinna Masters mótið í apríl og að foreldrar hans yrðu svo sannarlega í stuðningsliði sínu. Hann uppljóstraði einnig að fyrir titilvörn sína á US Open ætlaði hann að æfa sig í æfingamiðstöð Titleist í Carlsbad.
Sjá má viðtal Independent við Rory í heild með því að smella HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?