Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 04:15

Rory leiðir enn – Hápunktar 3. dags

Rory McIlroy leiðir enn fyrir lokadag PGA Championship.

Hann er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 200 höggum  (66 67 67).

Aðeins 1 höggi á eftir er Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger á 12 undir pari  201 höggi (68 68 65), en Wiesberger er að reyna við 1. risamótstitil sinn og reyndar þann fyrsta sem Austurríkismaður myndi vinna!

Í 3. sæti er síðan Rickie Fowler, sem líkt og Wiesberger er á höttunum eftir 1. risamótstitli sínu.  Hann er 2 höggum á eftir Rory, á samtals 11 undir pari, 202 höggum (69 66 67).

Fjórða sætinu deila síðan Phil Mickelson og Jason Day á samtals 10 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag PGA Championship risamótsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á PGA Championship risamótsins SMELLIÐ HÉR: