Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2016 | 08:30

Rory kvænist Ericu Stoll næsta sumar

Rory hefir staðfest að hann muni kvænast bandarísku kærustu sinni, Ericu Stoll, næsta sumar.

Í viðtali við The Telegraph sagði Rory að þau myndu giftast sumarið 2017.

Þau hittust árið 2013 og Rory bað Ericu í París í nóvember s.l.

Hann neitaði að staðfesta að brúðkaupið myndi fara fram í Ashford kastala í Mayo sýslu og sagði: „við ætlum að vera eins mikið út af fyrir okkur og við mögulegast getum.“

En hann bætti við að verðandi eiginkona hans væri mjög hrifin af Írlandi.

Hann sagði: „Erica elskar Írland. Þetta er mjög líkt staðnum þar sem hún ólst upp, Rochester í New York, þar sem einnig er mikið grænt og laufskrúðugt.

Hann bætti við að Erica hjálpaði honum við að vera jarðbundinn. Þau hafa haldið einkalífi sínu fyrir sig í andtæðu við mjög opinbert samband hans við tennisstjörnuna Caroline Wozniacki.

„Þetta er svolítið eins og yin og yang, það sem ég geri og það sem ég geri heima hjá mér. Ég kúpla mig bara frá og er venjuleg manneskja þá,“ bætti Rory við.

Það er frábært að hafa þetta jafnvægi, það er það sem Erica hefir gefið mér. Hún hefir gert mér grein fyrir að þetta sé það sem ég vil og þarfnast.“

Rory er einn af þeim fjölmörgu topp-kylfingum sem ekki munu taka þátt í Ólympíuleikunum í Ríó vegna hræðslu hans við Zika vírusinn.

Hann talaði þá m.a. um að hann hygðist stofna fjölskyldu með Ericu og leikarnir væru „ekki áhættunnar virði.“