Rory og Erica
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2017 | 09:00

Rory kvænist Ericu Stoll nk. laugardag – Fv. kærasta Rory – Holly – gefur blessun sína

Fv. kærasta Rory McIlroy, Holly Sweeney, 26 ára, hefir komið fram í fjölmiðlum og talað um ánægju sína með fyrirhugað brúðkaup Rory og bandarísku kærustu hans, Ericu Stoll, sem fram á að fara n.k. laugardag, 22. apríl 2017.

Holly Sweeney

Holly Sweeney

Holly sagði Rory og Ericu passa vel saman.

Holly og Rory voru par í 6 ár áður en þau hættu saman 2011, þegar Rory hóf samband sitt við tennisstjörnuna dönsku, Caroline Wozniacki.

Holly giftist á sl. ári, Giants stjörnunni, Jeff Mason, 35 ára, en hann er fæddur í Bandaríkjunum og hjónin eiga saman son, Max.

Holly og Jeff á brúðkaupsdaginn 7. apríl 2016 - athygli vekur að Holly og Rory giftast bæði í aprílmánuði

Holly og Jeff á brúðkaupsdaginn 7. apríl 2016 – athygli vekur að Holly og Rory giftast bæði í aprílmánuði.

Í viðtali við Sunday World sagðist hún hafa haldið góðu sambandi við Rory.

Auðvitað óska ég honum alls hins besta, við erum vinir.“

Aðspurð um kærustu Rory, Ericu Stoll sagði Holly: „Hún er yndisleg. Ég hef hitt hana nokkrum sinnum hérna og þau passa virkilega vel saman.“

En þrátt fyrir að hún segist vera vinur Rory var Holly ekki boðið í brúðkaup hans.

Af hverju ætti svo að vera, ég myndi heldur ekki bjóða mörgum fyrrverandi í brúðkaup mitt heldur, mynduð þið gera það?“ sagði Holly.

Fréttin um brúðkaup Rory og Ericu birtist í Belfast Telegraph og kom fram að það myndi fara fram í  Ashford kastala í Mayo sýslu.

Ashford kastali

Ashford kastali

Staðurinn sem brúðkaupið fer fram tengist Hollywood glamúr vegna þess að það var tökustaður hinnar gífurlega vinsælu kvikmyndar „The Quiet Man“ en aðalleikararnir voru John Wayne og Maureen O’Hara.

Holly sagðist ekkert hafa neinar upplýsingar um smáatriði brúðkaupsins.

Ég veit ekkert um það. Það hlýtur að fara mjög hljótt,“ sagði hún.

Við (Holly og Rory) höfum nú verið í sundur sama tíma og við vorum saman. Við höfum bæði haldið áfram að lifa lífum okkar og ég óska honum alls hins besta.“

Á gestalista „brúðkaups áratugarins“ eins og það er þegar kallað, eru m.a. súperstjörnur og frægir vinir hjónaefnanna s.s. Niall Horan úr hljómsveitinni One Direction og hnefaleikarinn frá Belfast, Carl Frampton.

Eftir að hafa orðið af sigri í síðasta Masters ýjaði Rory að brúðkaupi sínu í blaðaviðtölum.

Hann sagði m.a.: „Ég er mjög spenntur. Þetta er frábær tími í lífi mínu og það myndi hafa verið næs að ganga niður kirkjugólfið í græna jakkanum! Þetta er frábær tími í lífi okkar og allt snýst um það (brúðkaupið) næstu vikur.  Ég sný aftur til keppni á Players mótinu endurnærður og kvæntur maður og hef nýjan kafla í lífi mínu.

Kunnara en frá þurfi að segja er trúlofun Rory við dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki, sem hann sleit með einu símtali eftir að hafa fengið skrekk, en hann sagðist „ekki hafa verið tilbúinn í allt sem felst í brúðkaupi.

Rory kynntist Ericu þegar hún vann hjá PGA of America.

Þau höfðu verið vinir lengi áður en þau urðu par, en hún var það sem kom Rory á völlinn sællar minningar í „kraftaverkinu í Medinah“ þegar Ryder bikars lið Evrópu sigraði lið Bandaríkjanna á heimavelli, en Rory hafði sofið yfir sig og gleymt sér vegna tímamismunar.

Rory var í Miami Beach yfir helgina þar sem hann hélt steggjapartý.