Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2011 | 20:30

Rory efstur á 64 höggum í Shanghai Masters eftir 1. dag!

Í Kína fer nú fram Shanghaí Masters sem er ekki liður í neinni mótaröð heldur boðsmót, þar sem 30 gríðarsterkum kylfingum er boðið til leiks og verðlaunaféð er £1.25milljónir (u.þ.b. 200 milljónir íslenskra króna). Sá sem tapar í mótinu, þ.e. lendir í neðsta sætinu fær lummulegar  £ 25.000,-

Staðan eftir 1. dag er þessi:
  • -8: R McIlroy (Norður-Írl)
  • -7: H Mahan (US)
  • -5: P Harrington (Írl), P Casey (Eng), I Poulter (Eng)
  • Nokkrir aðrir -3: L Westwood (Eng), J Daly (US)
  • -2: C Montgomerie (Sko), C Schwartzel (Suður-Afríka)

Heimild: BBC Sports