Rory hyggst hefna ófaranna í sl. Ryder í viðureign g. Reed
Rory McIlroy vonast til að jafna metin við bandarískan keppinaut sinn, Patrick Reed, ef báðir komast áfram á WGC-Dell Technologies holukeppninni, sem hefst í Austin Country Club nk. fimmtudag.
Rory tapaði fyrir Reed í epískri viðureign fyrir framan vígalega áhorfendur sem allir héldu með Reed í Rydernum í Hazeltine á s.l. ári.
Rory viðurkennir að hann hafi ekki gleymt ósigrinum og myndi fagna að takast á við Reed aftur ef þeim mætast seinna í vikunni í Texas.
„Það væri gaman að spila við Patrick aftur,“ sagði Rory um Reed, en í fyrstu umferð er Rory einvörðungu með bandarískum kylfingum þ.e. Brooks Koepka, Kevin Kisner og Jason Dufner.
„Við eigum óútkljáð mál, sem ég myndi vilja koma skikki á. En við verðum að sjá hvað verður. Honum (Reed) gengur vel í holukeppnum sérstaklega í Rydernum.“
„Þetta er nokkuð sem ég hlakka virkilega til, að reyna að sigra hann með meira en 1 holu, til þess að hafa svolítið forskot.„
„Það er sárt að tapa í tvímenningi á sunnudegi í Rydernum en það var ánægjulegt að vera hluti af þessum leik vegna þess að fólk man eftir þessu í langan tíma.“
Rory er þeirrar skoðunar að holukeppnir veki bestu samkeppiseiginleika hans ásamt „miskunarleysi, eigingirni og stolti.“
„Ég er of stoltur til að tapa. Ég vil ekki láta neinn ná yfirhöndinni,“ sagði Rory „Ég einblíni of mikið um sjálfan mig til þess að láta nokkurn komast upp með það.“
„Þannig að það er þess vegna sem mér hefir alltaf þótt gaman að holukeppni vegna þess að ef maður lendir í smá baráttu þá er það nokkuð sem ég hef alltaf haft gaman af.“
„Ég vona sannarlega að það sé einhvers konar sálfræðilegt forskot fyrir hendi,“ sagði Rory. „Mér gekk vel síðasta skipti. Ég vona að það sitji enn í hausnum á honum. Ég hugsa að alltaf ef maður hefir smá forskot á einhvern, þá hjálpi það aðeins.“
„Það er til staðar þessi hefndar faktor. Hann vill slá frá sér og reyna að sigra mig vegna þess að mér tókst að sigra hann fyrir nokkrum árum. Þannig að þetta getur farið á hvorn veginn.“
„Ég er ánægður með þessa jöfnu stöðu. Mér finnst eins og ég sé að spila nógu vel. Mér finnst eins og ég geti náð að komast í gegnum fyrstu umferð og spilað um helgina.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
