Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2014 | 10:45

Rory hrósar Spieth

Tölfræðin talar sínu máli og enginn þarf að velkjast í vafa um að sigur Jordan Spieth í gær, 30. nóvember 2014, á Australian Open, var afar glæsilegur.

Bara skorið á lokahringnum 63 glæsihögg og það í afar vindasömum aðstæðum í Australian Golf Club.

Nathan Holman var á næstbesta skorinu og samt átti Spieth 4 högg á hann.  Spieth var líka einn af aðeins 8 kylfingum sem tókst að ljúka mótinu á samtals skori undir pari og sá eini sem var með tveggja stafa tölu 13 undir pari.

Spieth átti 6 högg á þann sem næstur kom – og hann spilaði mótið á 9 höggum betur en nr. 3 á heimslistanum Adam Scott og 15 höggum betur en nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy.

Og Spieth er aðeins 21 árs!

Rory var fljótur til þess að hrósa Spieth fyrir frammistöðuna og sigurinn, en hann tvítaði:

„You could give me another 100 rounds today at the Australian and I wouldn´t sniff 63 …. Well done Jordan Spieth very impressive!“

(Lausleg þýðing: Þið gætuð gefið mér færi á 100 öðrum hringjum í dag á the Australian og mér myndi ekki takast að komast nálægt 63 – vel gert Jordan Spieth mjög tilkomumikið!)

Þetta er stórt hrós komandi frá leikmanni ársins á PGA Tour og 4 földum risamótsmeistara svo ekki sé talað um keppanda Spieth.

Spieth hins vegar sagði á blaðamannafundi í gær: „Þetta er besti hringur sem ég hef nokkru sinni spilað sérstaklega þegar aðstæður eru hafðar í huga.“