Rory hrósar Spieth
Tölfræðin talar sínu máli og enginn þarf að velkjast í vafa um að sigur Jordan Spieth í gær, 30. nóvember 2014, á Australian Open, var afar glæsilegur.
Bara skorið á lokahringnum 63 glæsihögg og það í afar vindasömum aðstæðum í Australian Golf Club.
Nathan Holman var á næstbesta skorinu og samt átti Spieth 4 högg á hann. Spieth var líka einn af aðeins 8 kylfingum sem tókst að ljúka mótinu á samtals skori undir pari og sá eini sem var með tveggja stafa tölu 13 undir pari.
Spieth átti 6 högg á þann sem næstur kom – og hann spilaði mótið á 9 höggum betur en nr. 3 á heimslistanum Adam Scott og 15 höggum betur en nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy.
Og Spieth er aðeins 21 árs!
Rory var fljótur til þess að hrósa Spieth fyrir frammistöðuna og sigurinn, en hann tvítaði:
„You could give me another 100 rounds today at the Australian and I wouldn´t sniff 63 …. Well done Jordan Spieth very impressive!“
(Lausleg þýðing: Þið gætuð gefið mér færi á 100 öðrum hringjum í dag á the Australian og mér myndi ekki takast að komast nálægt 63 – vel gert Jordan Spieth mjög tilkomumikið!)
Þetta er stórt hrós komandi frá leikmanni ársins á PGA Tour og 4 földum risamótsmeistara svo ekki sé talað um keppanda Spieth.
Spieth hins vegar sagði á blaðamannafundi í gær: „Þetta er besti hringur sem ég hef nokkru sinni spilað sérstaklega þegar aðstæður eru hafðar í huga.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
