Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2015 | 20:15

Rory hrósar „róandi nærveru“ heitkonu sinnar Ericu Stoll

Rory McIlroy hefir hrósað róandi nærveru (ens.: the calming presence) heitkonu sinnar Ericu Stoll.

Sumir fréttamiðlar eru einfaldlega á eftir með fréttirnar eða virðast ekki meðtaka að Rory ER trúlofaður Ericu Stoll og það hafa verið tekin viðtöl við hann þess efnis.

Reyndar talaði hann í fyrsta skiptið um það í löngu viðtali nú nýlega og játti því að Erica hefði tekið bónorði sem hann bar upp í París fyrr í mánuðnum (4. desember 2015).

Öfugt við fyrri heitkonu sína Caroline Wozniacki, hefir Erica aldrei sóst eftir kastljósi fjölmiðla.

Erica hefir mikið verið með mér í mótum en við höfum bara haldið þessu á lágu nótunum,“ sagði Rory. „Hún er ekki mikið fyrir að láta á sér bera, hún er ekki að básúna út frétum, en þessi hlið lífs míns er bara virkilega góð núna. Við erum spennt, foreldrar okkar eru spenntir og þetta er mikil hamingja.“

Fyrir mig færir Erica svo hátt stig af venjuleika í allt. Hún hefir róandi nærveru og heiríkju og ekki bara í kringum mig; það er eftirtektarvert sama hvern hún umgengst. Hún vill aldrei vera í miðpunkti og líður alltaf mjög vel í bakgrunninum.“

Hún hefir haft frábær áhrif á mig og hefir fært mér þvílíkt jafnvægi í líf mitt; milli þess sem ég er þegar fólk sér mig þarna úti og þess sem ég er hér heima.“

Rory sagði að gifting væri ekki á dagskrá 2016 vegna þéttskrifaðrar dagskrár hjá honum.

Ég vil að fólk fjalli um golfið mitt eða gagnrýni mig fyrir að spila fótbolta,“ sagði Rory. „Ég er hamingjusamur, þetta snýst um jafnvægi og allir í kringum mig eru hamingjusamir. Það gerir allt svo miklu auðveldara að fara þarna út og spila vegna þess að það í ró í þessum hluta lífs míns.

Rory fjallaði um að trúlofun sína og staðsetninguna þar sem hún fór fram (París) og sagði að plönin hefðu breyst svolítið vegna hryðjuverkaárásarinnar í París í nóvember.

Við vorum búin að plana að fara til Parísar síðan í maí og við ætluðum alltaf að fara,“ sagði Rory. „En svo það sem gerðist gerði okkur óviss um hvað við ætluðum að gera. Við ákváðum að fara og ef okkar líkaði það ekki og okkur líkaði ekki andrúmsloft staðarins (Innskot: Parísar ???? hverjum líkar það ekki????) ef okkur fyndist það ekki þægilegt myndum við fara eitthvað annað.

Þegar við komum þangað og gengum um var tilfinningin frábær. Það var leitað á okkur þegar við fórum í nokkrar búðir og það var aðeins meiri vörður allsstaðar en fólk var bara að sinna daglegu lífi sínu. Þannig að okkur leið vel en ég hét a.m.k. í byrjun ferðarinnar að það myndi e.t.v. bara gera afgang ferðarinnar svo miklu betri. Þannig að við fórum út að borða og það var það. Þetta var frábært ferðalag og góður endir á árinu.“