Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 09:30

Rory hataði að spila á Old Course í St. Andrews

Rory McIlroy vann næstum því  Alfred Dunhill Links Championship í síðustu viku á Old Course í  St. Andrews.  Kannski að honum takist að sigra í Opna breska þar 2015?

En hvað skyldi nú Rory hafa fundist um völlinn þegar hann spilaði hann í fyrsta sinn sem unglingur?

„Ég hataði hann,“ sagði Rory.

Haaaa? Bíðum nú aðeins við.   Hataði hann? Old Course? Einn af frægustu golfvöllum í heiminum?

„Mér fannst þetta vera versti golfvöllur sem ég hafði nokkru sinni spilað,“ sagði Rory.  „Ég stóð á hverjum teig og velti fyrir mér: „Af hverju eru allir svona hrifnir af þessum stað? En því meir sem maður spilar völlinn og lærir á hann og alla litlu núansana þá lærir maður að meta hann.  Nú er þetta uppáhalds golfvöllur minn í öllum heiminum.“

Rory er sko alls ekki einn um þessa skoðun!