Rory: Glaður að missa af Mayweather-Pacquiao því bardaginn laus við hápunkta
Rory kláraði svo seint undanúrslitaleik sinn við Paul Casey að hann missti af því að fara til Las Vegas og sjá bardaga aldarinnar í boxinu milli Floyd Mayweather og Manny Pacquiao í einu af rándýru sætunum upp við boxhringinn.
Hann varð að láta sér nægja að horfa á viðureignina úr fjölmiðlamiðstöðinni (ens. media center) sem búið var að koma upp í Harding Park í San Francisco í stað þess að keyra til Las Vegas og sjá viðureignina berum augum.
„Í allri hreinskilni þá er ég bara glaður að ég náði þessu ekki því þetta var nokkurs konar „anti-climax“ og Mayweather gerði það sem hann venjulega gerði, dansaði um hringinn og vann hann (Pacquiao) á stigum,“ sagði Rory.
„Ég er ánægður að vera hér (í San Francisco) og vonandi næ ég að ljúka vel í þessari viku „(þ.e. sl. sunnudag).
Rory gerði það svo sannarlega í úrslitaviðureign sinni við Gary Woodland og átti síðan 26 ára afmæli í gær, 4. maí, sem hann hélt upp á í stæl, sem heimsmeistari í holukeppni, með þá staðreynd í farteskinu að einungis Jack Nicklaus , Tiger og hann hafa náð að sigra í 10 mótum á PGA Tour fyrir 26 ára afmælisdaginn.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
