Rory gagnrýnir þá 20% karla sem kusu g. því að veita kvenkylfingum félagsaðild í Muirfield
Mánudagurinn s.l. var sögulegur í golfinu, því þann dag, 13. mars 2017 veitti einn af íhaldsömustu karlrembugolfklúbbum Englands, sem flestir eru enn „men only“; kvenkylfingum félagsaðild að klúbbnum.
Nr. 3 á heimslistanum og fyrrum sigurvegari Opna breska risamótsins, Rory McIlroy hefir gagnrýnt þau 20% karla, sem kusu gegn því að konur hlytu félagsaðild í þessum sögufræga golfklúbb í East Lothian.
Rory sem sigraði á Opna breska í Hoylake 2014, hefir aldrei spilað vel á Muirfield vellinum, sem er austan við Edinborg og því líkar honum enn verr við völlinn.
Reyndar líkar honum svo illa við Muirfield að þó honum líki vel við þau 80% sem guldu jáyrði við að konum yrði veitt félagsaðild, þá mun hann líklega ekki drekka te með félagsmönnum Muirfield á framtíðar Opnum breskum.
„Muirfield er ekki einn af uppáhaldsstöðum mínum til að halda Opna breska á, þrátt fyrir ákvörðunina í gær (viðtalið við Rory tekið þriðjudaginn 14. mars) – ef það yrði ekki keppnisstaður Opna breska myndi ég ekki vera óhamingjusamur með það!“ sagði Rory.
„En ég hef verið hreinn og beinn varðandi þetta áður en kosið var. Ég meina, á þessum tíma og aldri þegar konur eru leiðtogar fyrirtækja og konur eru forsetar ríkja – og svo geta þær ekki gerst félagar í golfklúbb? Ég meina, það er ruddalegt.“
„Þettta er fáránlegt. Þannig að þeir sáu ljósið.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
