Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2017 | 07:00

Rory frá keppni vegna meiðsla

Rory McIlroy hefir dregið sig úr keppni í Abu Dhabi HSBC Championship, í þessari viku eftir að í ljós komu meiðsli á rifbeinum hjá honum eftir röntgenmyndatökur.

Í raun ætlaði Rory ekkert að taka þátt í BMW SA Open, þar sem hann var farinn að finna fyrir verkjum og þreytu en barðist í gegnum mótið á verkjalyfjum, þar sem hann beið loks í lægra haldi fyrir Graeme Storm í bráðabana en krækti sér þó í 2. sætið.

Ekkert er vitað hvenær Rory snýr aftur til keppni á þessari stundu en Rory er mjög leiður að geta ekki keppt.

Í fréttatilkynningu frá honum sagði m.a.: „Ég hugsa að alliar viti hversu mikið ég elska að spila í þssu móti sem er eitt af því besta á Evrópumótaröðinni þökk sé útrúlegum stuðningi HSBC og íþróttaráði Abu Dhabi.“

Að neyðast til þess að missa af mótinu vegna meiðsla er mjög pirrandi ef ég á að vera algerlega hreinskilinn, en ég er viss um að mótið verður frábært og ég vona að allir sem taka þátt eigi gríðargóða viku.

Í aðstæðum eins og þessum verður maður einfaldlega að hlusta á sérfræðingana og sérfræðingsteymið sem ég hef ráðfært mig við hefir ráðlagt mér að hvílast það til rifbeinið hefir fullkomlega náð sér.“