Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2014 | 09:00

Rory fær ráð hjá Jack Nicklaus

“Eg varði 2 tímum með Jack Nicklaus i síðustu viku á skrifstofu hans á Palm Beach og við áttum gott samtal um allt; viðskipti, golf, vörumerki, allt,“ sagði Rory í Pinehurst í gær. „Og mér finnst ég hafa grætt mikið  á því.“

„Hann sagði við mig: ‘Hvernig í  andsk… getur þú verið á 63 og síðan 78 (á fyrstu tveimur hringjunum á Nicklaus’ Memorial Tournament)’.  Ég sagði: “Ég ætlaði mér ekki að vera það.  Ég stefndi ekkert að því.“

„Hann sagði mér að hann hefði aldrei verið hræddur við að breyta atriðum á miðjum hring ef ekki gekk vel.  Ef honum fannst hann ekki vera að sveifla vel, gerði hann bara breytingar þá og þar.“

(Innskot: Yfirleitt er varað við  því í dag að gera breytingar á  leik sínum í miðjum keppnum, líkt og Nicklaus segist hafa gert. Þær ber ad gera á  æfingasvæðinu eftir keppnir,  því  annað ruglar rútinu og leiðir oft ekki til betri árangurs.)

Rory upplýsti samt ekki nákvæmlega að öðru leyti hvaða ráð Nicklaus hefði gefið honum, en sagði:

“Þetta var frábært samtal við Jack og mér er heiður í því að geta hringt í hann og beðið um ráð. Hann hefir verið örlátur á tíma sinn.  Sumt af því sem hann sagði við mig er ég virkilega ad hugsa um að nota í þesasari viku.“

“Hann var frábær á Opnu bandarisku risamótunum (vann 4) og vonandi verða nokkrir af þessum litlu vísdómsbrotum sem hann kom áfram til mín, mér til hjálpar þessa vikuna.“