Rory fær 180 milljónir
Rory McIlroy er talinn hljóta $1,5 milljónir (u.þ.b. 180 milljónir íslenskra króna) fyrir einvígi sitt við Tiger Woods, sem fram fór á Hainan eyju í Kína, fyrr í dag
Einvígið er gert fyrir sjónvarpsáhorfendur í Kína og mikilvægt til þess að laða fleiri að golfíþróttinni, en ljóst er að Kína er geysistór golfmarkaður með fjölda tækifæra.
Þetta 3 klst og 15 mín einvígi var ábatasamt fyrir þá báða en Tiger er talinn hljóta yfir $2 milljónir (yfir 240 milljónir íslenskra króna) þannig að hann ætti nú aldeilis að eiga fyrir jólagjöf handa Lindsey!
Á BMW Masters lauk Rory keppni í 27. sæti sem hann deildi með öðrum og hann viðurkenndi að hann þarfnaðist „góðrar viku“ þegar hann snýr aftur til Shanghaí til þess að ná því að vera meðal þeirra 60, sem keppa um bónus Race to Dubai pottinn á Evrópumótaröðinni.
Sigurtékkahlið þess að vinna bónuspottinn er eflaust ekki það eina sem freistar Rory við Dubai – hann er búinn að græða vel á einvíginu í Kína.
Þetta snýst eflaust meira um að vera með og sanna sig, klára þetta hræðilega ár ofarlega í mótinu!
„Mér finnst að leikur minn sé miklu betri en skorið segir til um,“ sagði Rory eftir BMW Masters. „Ég skildi svo sannarlega nokkra (fugla) eftir þarna á flötunum. Ég var að gefa sjálfum mér fullt af tækifærum og fyrr en seinna hlýtur þetta að ganga upp og þeir allir (þ.e. fuglarnir/ernirnir) að detta.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
