Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2015 | 14:00

Rory elskar golfið ekki eins mikið og áður

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy viðurkenndi í viðtali  fyrir Masters-mótið s.l. vor að hann elskaði golfleikinn ekki eins mikið eins og hann gerði þegar hann lék með „bara tærri gleði“ sem barn.

Rory, 25 ára, stefndi að því að ná Career Grand Slam þ.e. sigri í öllum 4 risamótunum með sigri á Masters, en eins og allir vita gekk það ekki upp; það var annar ungur, stórkylfingur Jordan Spieth sem sigraði á Masters í ár.

Fyrir þetta risamót allra risamóta að margra mati sagði Rory og er gaman að rifja það upp núna:

Ég væri óheiðarlegur ef ég segði að ást mín á golfleiknum væri jafnmikil og þá. Ég elska leikinn enn, ég elska að spila á frábærum völlum og spila með vinum mínum og pabba. Ég fór á Augusta eftir Doral með pabba og það var svo gott. En ég elska ekki golfið eins mikið og þegar það var bara tær gleði að komast á völlinn og spila. Þegar ég var barn, ef ég missti út dag, gat ég ekki beðið eftir að komast á völlinn aftur. Nú get ég ekki beðið eftir að fá 1 viku frí. Það vantar bara þessa „ég get ekki beðið eftir að komast á völlinn eins fljótt og ég get-tilfinningu.““

En takið eftir…. þetta er ekki vinna – það verður bara að horfast í augu við það, ég hef ekki unnið stakan dag í lífi mínu. En þetta er ákaft umhverfi sem ég spila í og það er bara svo næs að komast í burtu frá þessu um stund. Þegar ég var barn vildi ég aldrei fara af vellinum.“

Spurning hvort Rory sé enn sama sinnis og í vor eftir að hafa sigrað í Dubai á DP World Tour Championship???