Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 12:30

Rory ekki með í Grand Slam

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy  tekur ekki þátt í móti rismótsmeistaranna í ár, Grand Slam, sem haldið er ár hvert á Bermúda. Leikið er á Port Royal golfvellinum.

Rory átti þátttökurétt í mótinu vegna þess að hann sigraði á PGA Championship.  Þar átti hann að mæta Bubba Watson, sem sigraði á the Masters, Webb Simpson, sigurvegara Opna bandaríska og Ernie Els sigurvegara Opna breska.

Rory mun þess í stað spila á BMW Masters á evrópsku mótaröðinni.  Keegan Bradley kemur í stað Rory, en hann er sigurvegari PGA Championship 2011.