Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2015 | 08:30

Rory ekki með á Opna breska (staðfest)

Í gær 8. júlí 2015 var staðfest það sem flestum grunaði að nr. 1 á heimslistanum, hinn 26 ára Rory McIlory, yrði ekki með á Opna breska.  Hann sleit liðband í ökkla í fótboltaleik með vinum sínum.

Þetta hefir eflaust verið erfitt fyrir Rory, sem reynt hefir allt sem hann getur til að vera með; a.m.k. dróst staðfesting hins augljósa þar til í gær.

Ýmsar getgátur voru uppi um hvort hann myndi taka þátt þar sem hann getur gengið smávegalengd óstuddur án hækja; en það er bara engin leið á St. Andrews að keppa í þannig ástandi, sem er nógu erfiður völlur fyrir, ómeiddum keppendum í 4 daga.

Skynsamleg ákvörðun og reyndar „a no brainer“ eins og sagt myndi vera upp á engilsaxnesku.

Sjá frétt Golf 1 þar um, en þessi er í raun bara staðfesting á henni SMELLIÐ HÉR: 

Rory á hækjum

Rory á hækjum