Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2015 | 14:00

Rory ekki með á Opna breska

Svo lítur út fyrir að nr. 1 á heimslistanum  Rory McIlroy verði ekki með á Opna breska, en þar á hann titil að verja.

Svo virðist sem liðband í ökkla Rory hafi slitnað, eftir að hann tók þátt í fótboltaleik með vinum sínum.

Þetta er eflaust gleðifrétt fyrir keppinauta Rory en minna gleðiefni fyrir golfaðdáendur um allan heim.

Það tekur vikur, stundum mánuði að jafna sig af meiðslum sem þeim sem Rory hlaut og stundum þarf að koma til aðgerðar.

Virðist því nokkuð ljóst að kappinn verður að setja risamótssigursdrauma á ís um sinn og enn skýrara að hann getur ekki tekið þátt þrátt fyrir yfirlýsingar hans um að hann muni reyna að komast á golfvöllinn eins fljótt og unnt er.

Rory á hækjum

Rory á hækjum