Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2017 | 12:00

Rory eini kylfingurinn meðal 10 hæstlaunuðu íþróttamanna heims

Nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy er sá eini sem kemst á lista Forbes yfir hæstlaunuðu íþróttamenn heims.

Rory er í 6. sæti en hann vann sér inn $50 milljónir, bæði innan og utan vallar á síðasta ári.

Yfirburðarstaða Rory kemur til af því að hann vann sér inn $10 milljóna bónus pottinn í FedEx Cup síðasta haust.

Reyndar deilir Rory 6. sætinu með Andrew Luck, fyrirliða Indianapolis Colts í bandaríska fótboltanu.

Þeir íþróttamenn sem eru tekjuhærri en Rory eru: Cristiano Ronaldo, LeBron James, Lionel Messi, Roger Federer og Kevin Durant.

Aðeins 5 kylfingar eru meðal 100 tekjuhæstu í heimi.

Sá næsttekjuhæsti á lista Forbes er Phil Mickelson, sem er í 12. sæti með tekjur upp á $43.5 milljónir, þrátt fyrir að hafa ekki sigrað í golfmóti 3. árið í röð.

Árum saman var  Tiger Woods efstur á Forbes listanum, en tekjur hans voru aðeins  $107,000, á golfvellinum á síðasta ári, þökk sé nagandi bakverkjum hans, en hann er samt í 17. sæti yfir tekjuhæstu íþróttamennina með tekjur upp á $37.1 million. Hann er á listanum mitt á milli tennisstjörnunnar Novak Djokovic  og knattspyrnustjörnunnar Neymar.

Jordan Spieth ($34.5 milljónir) var í 21. sæti á listanum meðan nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson er í 48. sæti með innkomu upp á $27.6 milljónir (en $16.6 milljónir, þar af voru tekjur sem hann hafði af golfmótum).

Hér má sjá yfirlit yfir 10 hæstlaunuðu kylfinga heims skv. Forbes:

Listi yfir tekjuhæstu íþróttamenn heims 2017

Listi yfir tekjuhæstu íþróttamenn heims 2017