Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2018 | 20:00

Rory deitaði Meghan Markle

Rory McIlroy var á sínum tíma á nokkrum deitum með Meghan Markle, sem giftast mun Harry prins af Englandi nú í mánuðnum.

Þetta kemur fram í nýrri bók eftir Emily Herbert, sem ber titilinn „Harry and Meghan – The Love Story.“

Þetta var á árinu 2014 eftir að flosnað hafði upp úr sambandi Rory við dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki.

Hér má rifja upp nokkrar myndir frá sambandi Rory og Meghan.

Fyrst er hér myndskeið frá Icebucket áskoruninni, sem tröllreið öllu fyrir 4 árum, en þar sést Rory hella úr fötu með ísköldu vatni og klökum á aumingja Meghan í New York.

https://www.youtube.com/watch?v=Aro3d-T142k

Hér má síðan sjá mynd af þeim Rory og Meghan eftir Icebucket Challenge:

Og aðra mynd hér þar sem skötuhjúin Rory og Meghan hafa það kósý á kaffistað í Dublin á Írlandi: