Rory á möguleika á að spila fyrir Bretland á Ólympíuleikunum 2016
Á golffjölmiðlum fór sú frétt eins og eldur í sinu í dag að R&A hefði kveðið upp úrskurð um að Rory McIlroy YRÐI að spila fyrir Írland.
Hér er einfaldlega um það að ræða að orð framkvæmdastjóra R&A hafa verið oftúlkuð.
Staðreyndin er sú að Rory á enn val um hvort hann keppir fyrir Bretland á Ólympíuleikunum 2016 ef hann vill þrátt fyrir komment R&A að hann væri e.t.v. aðeins hæfur til að spila fyrir Íra.
Framkvæmdastjóri R&A Peter Dawson sagði að „það væri í gildi Ólympíureglugerð“ þar sem fram kæmi að Rory gæti aðeins spilað fyrir Írland vegna þess að hann hefði spilað í tveimur heimsbikarskeppnum fyrir Íra.
Ólympíunefndin hefir hins vegar vitnað til reglu þar sem segir að ef 3 ár hafa liðið frá því að keppandi keppti síðast fyrir tiltekna þjóð þá sé hann ekki skuldbundinn lengur til að leika fyrir þá þjóð.
Vandinn sem Rory (og GMac) eru í stafar af því að þeir eru báðir fæddir á Norður-Írlandi og geta því valið hvort þeir spila fyrir Bretland eða Írland á Ólympíuleikunum.
Rory sagði að svo gæti farið að hann tæki ekki þátt til þess að þurfa ekki að taka þessa erfiðu ákvörðun fyrir hvora þjóðina hann keppti.
Heimild: BBC
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
