Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2018 | 10:00

Rory á fáa vini á PGA-Pádraig vildi hafa verið opnari við fjölmiðla – báðir tjá sig um Tiger

Rory McIlroy og Padraig Harrington koma báðir frá Írlandi en í nýlegu viðtali við Irish Independent upplýstu þeir að þeir væru mjög ólíkir.

Þeir sögðust jafnframt ekkert vera nánir og haga golfi sínu og bissness almennt á ólíkan máta hvor frá öðrum.

Rory t.a.m. vill æfa og spila snemma dags meðan Padraig kýs fremur að sofa út. En svo fara hlutirnir að verða virkilega áhugaverðir. Rory sagði t.a.m. á einum punkti að hann ætti ekki neina nána vini á túrnum.

Hér fara bestu hlutarnir af þessu viðtali:

Blaðamaður: Hvað með þig Rory? Einhver sérstakur kylfingur (á túrnum) sem er vinur þinn?

(Löng þögn)

Blaðamaður: Ég tek þögnina sem nei.

Rory: Ég á engan sérstakan, en ég hugsa að það hafi meira að gera með það stig sem ég er á í lífi mínu. Ef Erica (eiginkona hans) væri ekki með mér, þá myndi ég vera meira með öðru fólki eða spila æfingahringi með því eða hvað sem er. En ég myndi ekki vera sérstaklega …

Harrington (grípur fram í): Það er ekki auðvelt þegar þú ert með tvo leikmenn með mismunandi dagskrár. Ég er með Shane (Lowry) býsna mikið en ef hann á rástíma snemma og ég fer út seint, þá skilja leiðir. Ég held að það sem er raunverulega öðruvísi fyrir mig núna er að ég er tilbúinn (til málamiðlanna) núna. Þegar ég var að spila upp á mitt besta, vildi ég ekki vera skuldbundinn við neitt. Það var vandamálið.

Rory: Það er annað hvort það eða þú gerir áætlun. Til dæmis í Dubai fór ég út að borða á miðvikudagskvöldið áður en mótið hófst með Thomas Björn og Ollie Fisher.

Harrington: Þið Ollie eru góðir vinir.

Rory: Jamm, þarna kemur það, Ollie Fisher. Við höfum verið vinir lengi.

Blaðamaður: Hvað er langt síðan að þið spiluðuð saman?

Rory: Fyrir löööönnngguu síðan.

Harrington: Takk Rory.

Harrington segir síðan við Rory að hann óskaði sér þess að hafa verið meira opinskár við fjölmiðla.

Harrington: Ég held að ég hafi aldrei verið í félagsskap þínum þar sem ég hef talið að þú værir betri náungi heldur en ég taldi þig í forveginn. Og samt, við fjölmiðla getur þú virkað kaldur og klínískt stundum og ég hugsa „Hann er að reyna að vera Tiger Woods vegna þess að þú virkar eins og …. veggur

Blaðamaður: Gefðu mér dæmi um þennan vegg?

Harrington: Ég nefndi það fyrr – við sjáum ekki nóg af Rory, það er veggurinn. Það er að vera faglegur og fjarlægur, það var Tiger Woods. Við ræddum þetta áður. Tiger Woods á blómaskeiði sínu var góður strákur að spila með en hann var aldrei til staðar til að tala við fólk. Hann talaði ekki á æfingasvæðinu og hann „high-five-aði“ ekki fólk.

Blaðamaður: Ertu sammála því, Rory?

Rory: Að nokkru leyti. Ég fer á æfingasvæðið til að vinna; ég er ekki þarna allan daginn. Þannig að ef ég er að vinna og einhver kemur og er að reyna að tala, þá segi ég við hvort heldur það var JP hér áður fyrr (fyrrum kylfusveinn Rory, JP Fitzgerald) eða Harry (Diamond) nú: „Sjáðu til, segðu þeim að fara. Ég er að æfa.“

Golftvenndin (Rory og Padraig Harrington) tala síðan um hinn nýja, vinalegri Tiger Woods

Harrington: The old Tiger used to walk onto the range with a presence that would intimidate people. This was not the old Tiger. He was talking and smiling and joking and high-fiving. I had a chat with him on the range.

Blaðamaður: Og þú spjallaðir við hann?

Harrington:  Ég talaði lengi við hann á æfingasvæðinu í San Diego en ég hef nokkru sinni talað við hann (á æfingasvæðinu). Ég held að við báðir séum á stigi þar sem við gerum okkur grein fyrir: „Veistu? Þú verður að leggja það á þig að njóta þess sem þú ert að gera hérna úti.“

Rory um það af hverju hann heldur að Tiger sé aftur á leið tilbaka.

Rory:  Ég held, eins og Pádraig segir, að honum líði eins og hann misst úr þann part af þessu. Og ég held að hann hafi saknað leiksins. Hann er á stað í lífi sínu núna þar sem golf er ekki það mikilvægasta og hann er hamingjusamari fyrir vikið. Hann á tvö börn og er í alla staði frábær faðir. Og ég held að með hækkandi aldri mýkist fólk og hafi önnur sjónarmið. En hann er enn eins mikill keppnismaður og áður. Ég spilaði með honum um miðjan nóvember.

Blaðamaður: Virkilega?

Rory: Jamm, á Þakkargjörðarmorgni.

Blaðamaður: Og?

Rory: Ég keyrði í burtu og hugsaði: „Þetta er ótrúlegt. Þetta var það besta sem ég hef séð hann spila.“