Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 17:15

Rory á að hafa sagt Caroline upp með 3 mínútna símtali

Smáatriðin um hvernig sambandsslitin milli Rory og Caroline áttu sér stað eru byrjuð að flæða um alla fjölmiðla.

Og Rory fær sennilega ekki nafnbótina „kærasti ársins.“

Það nýjasta er nefnilega að hann eigi að hafa sagt Caroline upp eftir stutt, 3 mínútna símasamtal.

Hvað skyldi nú hafa verið það versta við það? Caroline hélt að Rory væri að djóka!

A.m.k. ef hafa má fyrir satt það sem blaðamaður The Times Neil Harman sagði í grein um Rory og Caro, en þar sagði:

„Síðasta skiptið sem hann (Rory) hringdi, var minna en degi eftir að hann sagði henni hversu mjög hann elskaði hana og það var 3 mínútna samtal, sem hún hélt að væri brandari!“

Christopher Clarey á New York Times skrifaði svipaða grein, en þetta hefir þá verið allt öðruvísi og farið öðruvísi fram en fallega myndin sem Rory var að reyna að draga upp af sambandsslitunum.

Lesa má nánar um þessa merkilegu golffrétt á Irish Golf Desk með því að SMELLA HÉR: