Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2016 | 20:00

Ronaldo veltir Tiger úr 1. sæti yfir hæst launuðu íþróttamenn heims

Real Madrid stjarnan Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, sem spilar fyrir Barcelona eru á toppi Forbes magazine á lista yfir ríkustu íþróttamenn heims, sem birtist í dag, þar sem boxarinn Floyd Mayweather hefir nú sest í helgann stein en Ronaldo veltir þar með Tiger Woods úr 1. sæti yfir ríkustu íþróttamenn heims.

Á hinum árlega Forbes lista birtast laun hæstlaunuðu íþróttamanna og hefir Tiger verið í efsta sæti 12 sinnum og Mayweather 3 sinnum af 4 síðustu listum.

Í ár er portúgalski knattspyrnumaðurinn Ronald sem er efst á listanum með $88 million (10,5 milljarða króna) en þar af eru $56 milljónir 6,7 milljarðar í laun og afgangurinn af styrktar- og auglýsingasamningum.

Hinn 14 faldi risamótameistari (Tiger) er nú í 12. sæti er með heildarárstekjur upp á $45.3 milljónir (u.þ.b. 5.4. milljarða króna), þar sem allt nema 32 milljónir íslenskra króna eru vegna styrktar- eða auglýsingasamninga, þar sem Tiger hefir verið frá keppni til þess að ná sér í bakinu.

Hin norður-írski kylfingur Rory McIlroy er í 17. sæti  með $42.6 milljónir (eða u.þ.b. 5 milljarða íslenskra króna).t between salary and sponsorships.

Sjá má lista Forbes yfir tekjuhæstu íþróttamenn heims með því að SMELLA HÉR: