Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2019 | 20:00

Rolex-heimslistinn: Valdís efst ísl. kvenkylfinga!

Við frábæran T-19 árangur á Opna franska, móti sl. viku á Evrópumótaröð kvenna (ens.: LET þ.e. Ladies European Tour) fór Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, upp um 54 sæti var í 579. sætinu en er nú í 525. sæti.

Valdís Þóra er nú efst íslenskra kvenkylfinga á Rolex-heimslista kvenna sbr. eftirfarandi:

525 54 ISL VALDIS THORA JONSDOTTIR 0.12 4.31 33 ☆
704 -9 ISL OLAFIA KRISTINSDOTTIR 0.06 2.58 45 ☆
845 -6 ISL GUDRUN BJORGVINSDOTTIR 0.03 1.06 26 ☆

Valdís Þóra er samt þó nokkuð frá besta árangri sínum á heimslistanum, en hún hefir hæst náð því að vera í 313. sæti.

Næsta mót Valdísar Þóru er Estrella Damm Mediterranean LET-mótið, sem fram fer í Golf Club de Terramar, í Sitges, á Spáni, dagana 26.-29. september.