Rolex-heimslistinn: Stacy Lewis á ný nr. 1
Stacy Lewis sigraði í gær LPGA ShopRite Classic mótinu, en sigurinn fleytir henni á ný í nr. 1 sætið á heimslistanum og veltir þar með að sama skapi Inbee Park úr því sæti. Inbee hefir átt slakt keppnistímabil það sem af er og er aðeins skugginn af sjálfum sér frá því í fyrra þegar hún vann hvert risamót kvennagolfsins á fætur öðru!
Bandaríkjamenn eiga því að nýju besta kvenkylfing heims!
Þetta er 2. titill Lewis á keppnistímabilinu og 10. LPGA sigur hennar á ferlinum. „Það er ótrúlegt að ég skuli hafa unnið 10 sigra hér úti (á LPGA)“ sagði Lewis eftir sigurinn í gær.
Sigurskor hennar í 54 holu mótinu var 16 undir pari, 197 högg (67 63 67). Sjá má lokastöðuna á ShopRite Classic með því að SMELLA HÉR:
Sigur Lewis var afgerandi og öruggur en hún átti 6 högg á næsta keppanda, löndu sína, Christinu Kim.
„Vitið þið í síðasta skiptið (sem ég var nr. 1 á heimslistanum) missti ég sætið í viku þegar við spiluðum ekki einu sinni þannig að ég ætla ekki að taka þessu sem gefnu og virkilega njóta þess í þetta sinn,“ sagði Lewis.
„Nú veit ég um allar sporslurnar sem fylgja þessu, en ég er tilbúin í þetta sinn.“
Hins vegar sagðist Lewis ekkert ætla að einbeita sér að því að halda 1. sætinu.
„Ég veit að fólk er þreytt á að heyra mig segja það en markmið mitt er að sigra í mótum og allt sem gerist eftir það er fínt,“ sagði hún. (PS: Ef hún heldur áfram að vinna í mótum þá verður hún auðvitað áfram í toppsæti heimslistans!)
Staða efstu 10 á Rolex-heimslistanum er eftirfarandi:
1. sæti Stacy Lewis Bandaríkin 10.33 stig
2. sæti Inbee Park Suður-Kórea 9.52 stig
3. sæti Lydia Ko Nýja-Sjáland 9.21 stig
4. sæti Suzann Pettersen Noregur 8.20 stig
. sæti Karrie Webb Ástralía 6.86 stig
6. sæti Lexi Thompson Bandaríkin 6.78 stig
7. sæti Shanshan Feng Kína 5.57 stig 5
8. sæti So Yeon Ryu Suður-Kórea 5.41 stig
9. sæti Anna Nordqvist Svíþjóð 4.74 stig
10. sæti Michelle Wie Bandaríkin 4.11 stig
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
