Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2017 | 12:00

Rolex-heimslistinn: Cristie Kerr hástökkvari vikunnar

Cristie Kerr er hástökkvari vikunnar á Rolex-heimslista kvenna eftir sigur sinn á LOTTE Championship Presented by HERSHEY, sem fram fór á Ko Olina golfvellinum í Oahu á Hawaii, þar sem Ólafía Þórunn „okkar Kristinsdóttir, GR komst ekki í gegnum niðurskurð.

Kerr fór vegna sigursins upp um 8 sæti  á  Rolex-heimslistanum, úr 26. sæti Rolex-heimslistans í 18. sætið.

Frá því að Rolex heimslistinn var fyrst birtur í febrúar 2006 hefir Cristie ekki verið neðar en í 35. sæti listans.

Hún hóf ferilinn í 5. sæti 2006 og hefir verið 342 vikur samfelldar á topp-10 listans.

Þ.á.m. var hún nr. 1 á Roelx heimslistanum 5 vikur í röð, árið 2010.

Þess mætti geta að Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, er nr. 508 á Rolex-heimslistanum og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL í 663. sæti.

Annars er staða efstu 20 á Rolex-heimslistanum eftirfarandi:

1 Lydia Ko

2 So Yeon Ryu

3 Ariya Jutanugarn

4 In Gee Chun

5 Lexi Thompson

6 Shanshan Feng

7 Inbee Park

8 Ha Na Jang

9 Amy Yang

10 Anna Nordqvist

11 Sei Yong Kim

12 Sung Hyun Park

13 Brooke M. Henderson

14 Mirim Lee

15 Stacy Lewis

16 Suzann Pettersen

17 Charley Hull

18 Cristie Kerr

19 Minjee Lee

20 Gerina Piller