Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2016 | 08:00

Röng frétt á Golf 1 – Amy Mickelson frísk-það eina sem herjar á Mickelson eru meint innherjaviðskipti hans

Í gær birti Golf 1 vegna mistaka eldri golffrétt frá 2009, þar sem m.a. kom fram að Amy Mickelson, eiginkona bandaríska kylfingsins Phil Mickelson, nr. 19 á heimslistanum, hefði aftur greinst með krabbamein og Phil yrði þ.a.l. frá keppni.

Glöggir lesendur Golf 1 sáu strax hvers eðlis var en í fréttinni kom fram að Mickelson væri 38 ára og Amy 37 ára, en það voru þau fyrir tæpum 8 árum; en Phil er sem kunnugt er fæddur 16. júní 1970 og því 46 ára í dag.

Gott að ekki allir létu blekkjast …. en það var reyndar aldrei tilgangur Golf 1 og eru lesendur beðnir afsökunar á þessari röngu fréttabirtingu í gær!

Hið rétta er hins vegar að innherjaviðskiptaskandall Phil er aftur farinn að plaga hann og má því til staðfestu m.a. klikka á neðangreindan tengil inn á þá frétt af Phil, sem meiningin var að birta í gær.

SMELLIÐ HÉR: