Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 11:00

Rocco Mediate kvænist n.k mánudag

Hver sagði að lífið væri búið eftir fertugt hvað þá fimmtugt?

Hún er merkileg öll æskudýrkunin í golfinu, en golfið er eins og Tiger sagði réttilega  spegill lífsins. M.ö.o. það er æskudýrkun í golfinu sem annarsstaðar í lífinu.

Það sem hinir eldri gera vekur oft á tíðum minni athygli en verskuldað er.

Fæstir golfvefir eru með fréttir af því að Rocco Mediate sé nú í forystu á Mitsubishi Electric Championship á Hualalai, í Hawaii, eftir glæsihring upp á 63 högg!

Hver kylfingurinn Rocco er, er efni í aðra grein.  Hér skal þess einungis getið að hann er fæddur 17. desember 1962 og því nýorðinn 51 árs…. og hann er að fara að kvænast mánudaginn næstkomandi. Sú lukkulega er Jessica Somers, kærasta Rocco til margra ára.  Athöfnin fer fram á Four Seasons hótelinu á Hawaii og vonandi stendur Rocco uppi sem sigurvegari í tvennum skilningi á mánudaginn!

Rocco spilar einnig á PGA Tour, en eftir brúðkaupið flýgur hann til San Diego í Kaliforníu til þess að taka þátt í Farmers Insurance Open mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour í næstu viku.

Margir öldunganna á Champions Tour spila nefnilega enn fullum fetum á PGA Tour.