Robert Allenby hefir verið með 24 kaddýa á ferli sínum
Robert Allenby hefir verið mikið í fréttum á árinu vegna meints mannráns á honum, barsmíðum og stuldi á eigum hans á Hawaii, sem var mikið í fréttum í upphafi árs. Sjá t.d eldri fréttir Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR og SMELLA HÉR og með því að SMELLA HÉR: og SMELLA HÉR:
Eins komst hann í fréttirnar á árinu þegar hann rak kylfusveininn sinn á miðjum hring – Sjá fréttir Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: , SMELLA HÉR: og SMELLA HÉR:
Allenby hefir verið í fréttum fyrir allskyns undarlega hegðun og uppákomur, en minna fyrir góða frammistöðu á golfvellinum í gegnum tíðina.
Árið 2009 sakaði hann bandaríska kylfinginn Anthony Kim um að hafa verið í partýi fyrir leik þeirra í Forsetabikarnum – sem var óskiljanlegt – því Kim sigraði.
Í Forsetabikarnum 2011 sagði Allenby að slælegur árangur sinn í mótinu 0-4 væri liðsfélögunum að kenna. Geoff Ogilvy lenti m.a. í karpi í golffjölmiðlum við Allenby út af þessu.
Allenby hefir m.a. komist í golffréttir fyrir að hafa verið eltur af apa á golfvellinum. Sjá með því að SMELLA HÉR:
Nú nýlega gaf Allenby síðan viðtall við fréttamann USA Today, Josh Peter. Þar kom m.a. eftirfarandi fram:
Allenby segist hafa þurft að leita til sálfræðings vegna alls ruglsins, sem átt hefir sér stað í lífi hans. „Þetta hefir verið virkilegt áfalla ár,“ sagði Allenby m.a.. „Það hefir verið ansi erfitt að taka því.“
Meðal annars sem fram kemur í viðtalinu:
* Allenby hefir ráðið 24 kaddýa á ferli sínum sem atvinnumanns í golfinu.
* Hann er þekktur sem „Dýrið“ eða „The Beast“ meðal kaddýanna. Meðal djóka sem ganga um Allenby og sagna er eftirfarandi: „Did The Beast get out of the cage today?'“ sem m..a. Cameron Ferguson, einn af fyrrum kaddýumAllenby á fyrst að hafa sagt um hann. Annar fyrrum kylfusveinn Allenby á að hafa sagt um hann: „Það er svo sannarlega klofinn persónuleiki á ferðinni þarna … þetta gat verið helvískt.“
* Allenby sagði að kylfur sínar hefðu verið skemmdar á Hartsfield–Jackson alþjóðaflugvellinum í Atlanta nú í ár.
* Robert Floyd, sonur frægðarhallarkylfingsins Raymond Floyd og fyrrum kylfusveinn telur að Allenby eigi við áfengisvanda að glíma.
* Þrátt fyrir allt og erfið sambönd sín er Allenby þekktur fyrir að vera einstaklega rausnarlegur við kylfusveina sína.
Það er vonandi að Allenby nái tökum á hverju svo sem hann er að glíma við!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
