Ríflega 550 kylfingar á 4 Íslandsmótum næstu 2 helgar
Ríflega 550 kylfingar á öllum aldri munu taka þátt í Íslandsmótum næstu tvær helgar.
Það má með sanni segja að það verði fjör í íslensku golflífi næstu tvær helgar þegar ríflega 550 kylfingar á öllum aldri munu leika á fjórum Íslandsmótum. Keppt verður á Íslandsbankamótaröðinni þar sem sjálft Íslandsmótið í höggleik fer fram á Hellu, auk þess sem keppt verður á Áskorendamótaröð Íslandsbanka á Hellishólum. Icelandair Íslandsmót eldri kylfinga fer fram á Korpúlfsstöðum og Icelandair Íslandsmót 35 ára og eldri verður leikið í Vestmannaeyjum.
Búist er við hörkuspennandi keppni á Íslandsbankamótinu – Íslandsmótinu í höggleik unglinga, sem fram fer hjá Golfklúbbi Hellu á Strandavelli um aðra helgi. Alls geta 150 keppendur tekið þátt í mótinu sem skiptist niður í þrjá aldursflokka. Í hverjum aldursflokki verða hámark 48 keppendur þar af verða 36 strákar og 12 stelpur. Leikinn er höggleikur án forgjafar.
Á Íslandsmótinu í höggleik unglinga má sjá marga af efnilegustu kylfingum landsins spila og hafa sést mörg glæsileg tilþrif á mótinu síðustu ár. Íslendingar hafa tekið miklum framförum í golfi á síðustu árum og það er óhætt að segja að framtíðin sé björt. Núverandi Íslandsmeistarar í höggleik unglinga 17-18 ára eru Ísak Jasonarson, úr GK, og Anna Sólveig Snorradóttir, einnig úr GK. Núverandi Íslandsmeistarar í flokki 15-16 ára eru Birta Dís Jónsdóttir úr GHD og Henning Darri Þórðarson GK og í flokki 14 ára og yngri eru Ólöf María Einarsdóttir úr GHD og Arnór Snær Guðmundsson úr GHD núverandi Íslandsmeistarar.
Á sama tíma og Íslandsmótið í höggleik unglinga fer fram verður áskorendamótaröð Íslandsbanka leikinn á Þverárvelli hjá Golfklúbbnum Þverá. Þar keppa þeir unglingar sem ekki komast inn á Íslandsbankamótaröð unglinga vegna fjöldatakmarkanna .
Sömu helgi og unglingarnir spreyta sig verður Íslandsmót eldri kylfinga haldið á Korpúlfsstaðavelli. Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 144, þar af verða hámark 78 keppendur í flokki karla 55 ára og eldri og 27 keppendur í flokki kvenna 50 ára og eldri. Í flokki karla 70 ára og eldri verða hámark 30 keppendur og 9 keppendur í flokki kvenna 65 ára og eldri. Leikinn er höggleikur með og án forgjafar.
Gríðarleg stemming er á Íslandsmóti eldri kylfinga enda margar gamlar golfhetjur sem mæta til leiks. Núverandi Íslandsmeistari í golfi 55 ára og eldri er Jón Haukur Guðlaugsson en hann hefur sex sinnum fagnað titlinum án forgjafar. Ragnar Guðmundsson er Íslandsmeistari kylfinga 70 ára og eldri í karlaflokki en hann hefur unnið þennan flokk í tvígang.
Ásgerður Sverrisdóttir er núverandi Íslandsmeistari í kvennaflokki 50 ára og eldri. Núverandi Íslandsmeistari í kvennaflokki, 65 ára og eldri, er Sigrún Margrét Ragnarsdóttir en hún hefur unnið titilinn fimm ár í röð.
Síðasta mótið þessa helgi er Icelandair-mótið, Íslandsmót kylfinga 35 ára og eldri, sem fer fram í Vestmannaeyjum. Þar verða leiknar 54 holur á þremur dögum í karla- og kvennaflokki. Þar eru ríkjandi Íslandsmeistarar skráðir til leik, en það eru þau Þordís Geirsdóttir, GK og Einar Lyng Hjartarsson, GL
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
