Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2015 | 10:00

Rickie ofmetinn?

In maí s.l. þá birtu Sports Illustrated og Golf.com skoðanakönnum, þar sem  PGA Tour kylfingar voru spurðir hvern þeir teldu vera ofmetnasta kylfing mótaraðarinnar.

Niðurstöðurnar voru þær að flestum fannst Rickie Fowler og Ian Poulter vera þeir ofmetnustu en báðir voru þeir með 12% allra atkvæða þessarar skoðanakannanar, hvor.

Og aðeins munaði smá á Fowler og Poulter annars vegar og þeim sem varð í 3. sæti í skoðanakönnuninni en það var Bubba Watson.

Nú eftir sigur Fowler um helgina á DeutscheBank Championship (skammst. DB Championship) þá var skoðanakönnunin rifjuð upp aftur.

Rickie svaraði: „Mig langar til að verða besti kylfingur heims á einhverjum tímapunkti. En já, að vera úthrópaður ofmetinn, ég svaraði því með því að sigra 3 sinnum (á þessu keppnistímabili) þannig að kærar þakkir fyrir skoðanakönnunina.“

Sömu Fréttamiðlarnir sem birtu skoðanakönnunina sendu Rickie kampavín í tilefni 3. sigursins – sem Rickie er auðvitað vel að kominn – hann hefir sýnt það í sumar að hann er langt frá því ofmetinn og svona skoðanakannanir eru oft bara bull og vitleysa.