Rickie Fowler – Rory telur að flestir í Ryder Cup liði Evrópu vilji mæta Fowler í viðureign Rickie Fowler: „Rory er besti kylfingur heims engin spurning“
Þeir sem eru tapsárir í golfi og hegða sér eins og óhemjur þegar eitthvað gengur ekki sem skyldi á golfvellinum ættu að taka sér Rickie Fowler til fyrirmyndar.
Fowler er eflaust tapsár, en ber sig eins og sönn hetja og heiðursmaður. Hann deildi 3. sætinu ásamt Henrik Stenson, á PGA Championship 2014.
Í viðtali eftir að 3. sætið var í höfn sagði Rickie m.a.: „… Rory er besti kylfingur heims engin spurning.“
„Augljóslega lék Rory frábærlega þessa vikuna og hann hefir unnið verðskuldaða sigra í þessum síðustu 3 mótum.“
„En ég ætla að sjá til hvort mér tekst ekki að stela einum [risamóts] sigri af honum á einhverjum punkti.“
Rickie er einn af aðeins 3 kylfingum nú í ár sem hefir verið í topp-5 á öllum 4 risamótum ársins, þannig að þessi ósk hans um að „stela“ risamótssigri af Rory er ekkert svo fjarlæg. Reyndar ætti að orða þetta öðruvísi: Þegar athugið þegar en ekki ef honum tekst loks að sigra á risamóti verður það verðskuldað!
Aðeins Jack Nicklaus og Tiger Woods hefir tekist það sem Rickie hefir tekist á þessu ári og Rickie skrifaði stoltur um það á Twitter:
„Looking back…petty [sic] cool to join @TigerWoods and @jacknicklaus as the only three to have finished top 5 in all 4 majors in the same year,“ tvítaði hann (Lausleg þýðing: „Þegar horft er aftur þá er ansi svalt að vera einn af þremur ásamt Tiger og Jack Nicklaus sem lokið hafa keppni meðal efstu 5 í öllum 4 risamótum á sama ári).
Varðandi það að vera enn einu sinni svo nálægt sigri sagði Fowler m.a. við blaðamenn: „Mér fannst virkilega eins og ég gæti unnið þetta (risamót).“
„En ég get litið aftur á risamótin í ár og lært margt af leik mínum á þeim.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
