Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2018 | 12:00

Rickie Fowler nr. 1 á lista yfir menn með bestu mannasiðina

The National League of Junior Cotillions (NLJC) útnefndi s.l. þriðjudag (2. janúar 2018) Rickie Fowler sem þann mann sem er með bestu mannasiðina.

Hinn 29 ára Fowler skaut þar með öðrum kylfingum og þekktu fólki ref fyrir rass – mönnum á borð við Matt Kuchar, Deshaun Watson, Meghan Markle, Aly Raisman, Selena Gomez, Joanna Gaines, Sadie Robertson, Thomas Rhett og David Beckham.

Rickie er nr. 7 á heimslista bestu kylfinga heims en hann er greinilega líka öðrum hæfileikum búinn.

NLJC rökstuddi valið á Fowler með því að hann væri „stöðugt með góða framkomu bæði innan og utan vallar.

Þeir 10 ofangreindu einstaklingar sem komust á listann voru valdir af nemendum NLJC og stjórum.

Valið er á grundvelli skuldbindingar viðkomandi við heiður, virðuleika og góða framkomu,“ sagði forseti NLJC, Charles Winters.