Rickie Fowler minnist Arnold Palmer m/sérstökum hætti
Rickie Fowler, sem er á auglýsingasamningi við Puma mun minnast konungsins, Arnold Palmer, með sérstökum hætti þegar mót hans Arnold Palmer Invitational hefst á morgun, en mótið er mót vikunnar á PGA Tour.
Puma hefir framleitt tvo pör af Puma Ignite Hi-Tops golfskóm, þar sem Arnie er minnst í máli og myndum.
Aðeins hafa verið framleidd tvö pör og mun Rickie vera í öðru skóparinum en hitt skóparið mun verða boðið upp og verður það áritað af Rickie.
Rickie sagði við þetta tilefni: „Mér finnst það forréttindi að hafa þekkt Arnie og mátt kalla hann vin minn. Ég vildi gera eitthvað til að halda upp á alla snillina sem hann sýndi á golfvellinum og enn mikilvægara hvernig hann notaði stöðu sína til þess að hjálpa öðrum í gegnum stofnun sína. Hann er nú konungurinn eftir allt saman!!!“
Allur ágóði af því sem kemur inn á uppboðinu fyrir golfskóna mun renna til góðgerðarsamtaka sem Arnold Palmer stofnaði þ.e. Arnie’s Army Charitable Foundation.
Mótið sem hefst á morgun, Arnold Palmer Invitational er hið fyrsta sem haldið er eftir að konungurinn féll frá í september s.l.
Konungsins hefir verið minnst af öðrum kylfingum og áhangendum á óteljandi vegu; fólk klökkt vegna mannsins sem gerði svo mikið fyrir íþróttina sem við elskum öll, golfið!!!
Skórnir sem Rickie Fowler mun vera í til heiðurs Arnie voru hannaðir af Dominic Chambrone, sem gengur undir nafninu „The Shoe Surgeon,“ vestur í Bandaríkjunum.

Hvíl í friði konungur
Á skónum eru myndir af Arnie en líka Velcro bindi þar sem grafið hefir verið í með laser undirskrift Arnie ásamt regnhlífar lógói hans. Fyrir aftan tungu hægri skóarins eru minningarorð Rickie til heiðurs Arnie. Þau eru eftirfarandi:
“Legends never die. You will live on forever Arnie. I will never forget the bear hug in front of the clubhouse at Augusta, watching you hit your final tee shot there, and spending time with you in the locker room at Bay Hill. Thank you for being you and giving me the opportunity to do what I get to do everyday! I love you as did everyone! RIP The King.”
„Goðsagnir deyja aldrei. Þú munt lifa að eilífu Arnie. Ég mun aldrei gleyma bjarnarfaðmlaginu fyrir framan klúbbhúsið í Atlanta, að horfa á þig slá síðasta teighöggið þitt það og fá að verja tíma með þér í búningsherberginu í Bay Hill. Þakka þér fyrir að vera þú og gefa mér tækifæri til að gera það sem ég fæ að gera á hverjum degi! Ég elska þig eins og allir aðrir gerðu! Hvíl í friði konungur.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
