Rickie Fowler – Rory telur að flestir í Ryder Cup liði Evrópu vilji mæta Fowler í viðureign
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2015 | 09:30

Rickie Fowler hrósar Tiger

Langt er síðan að við höfum séð þann brillíans sem einkenndi leik Tiger Woods hér áður fyrr og margir sem draga í efa að hann eigi eftir að ná  hann ná fyrri yfirburðum í golfinu og hann hafði.

En fingraför hans eru allsstaðar í golfheiminum og við sjáum þau á hverjum degi.  Þau verða sýnileg þegar Jordan Spieth sökkvir pútti, Jason Day bombar dræv niður eftir einhverri brautinni eða þegar við sjáum brillíant járnaleik Rickie Fowler.

Líkt og margir sem eru 20 og eitthvað ára gamlir þá, voru þeir heillaðir af Tiger þegar þeir voru að alast upp. Þeir horfðu á Tiger og vildu spila eins og hann og hérna eru þeir komnir fram á sjónarsviðið.

„Það er ekki nokkur spurning að allir strákarnir á mínum aldri og þeir sem eru að koma upp … þeir væru að ljúga ef þeir segðust ekki hafa verið mótíveraðir af því sem Tiger gerði,“ sagði Fowler, sem var gestafyrirlesari á Waste Management Phoenix Open Tee-off Luncheon í gær í Camelback Inn.  „Eitt af þeim mótum sem ég man hvað best eftir að hann sigraði í var Masters 1997. Ég man líklega eftir fleiri höggum úr þessu móti en úr nokkru öðru Masters móti.

„Ég var rétt orðinn 9 ára og og þetta var tíminn þegar mig dreymdi um að spila á PGA Tour. Hann hafð sömu áhrif á flesta strákana, sem voru svipað gamlir og ég (Fowler) hvort heldur þeir voru svolítð eldri eða yngri.“

Fowler trúir því sem sagt að Tigertímabilið hafi getið af sér PGA Tour sem er miklu meira spennandi og meiri samkeppni á.

„Þetta fór úr að vera þannig að það var einn náunginn sem var að spila vel og vann í að nú eru 10 náungar sem eru sigurstranglegastir og maður veit ekkert hver stendur uppi sem sigurvegari.

Hversu góðir eru þá þessir nýju, ungu? Fimm af síðustu 6 risamótum hafa unnist af kylfingum sem eru 27 ára eða yngri.

„Við höldum áfram að vera áskorun fyrir hvern annan og það hefir skilað sér s.l. nokkur ár,“ sagði Fowler. „Það er mjög tilkomumikið. Maður getur átti góða viku og ágætan endi, en það er erfitt að vinna ef maður spilar ekki eftir betu getu vegna þess hversu margir eru að spila vel. Þessir strákar eru ekki hræddir.“

Þetta er Tiger að þakka. Hann hefur getið af sér kynslóð kylfinga sem líta að 450 yarda braut sem auðvelda fugla braut.

„Ég var á 21 undir pari (á Hero World Challenge) og varð í 3. sæti,” sagði Fowler. „Maður verður að spila eins vel og maður getur til þess að sigra.“