Rickie Fowler fær ás og $1 milljón á góðgerðarmóti Ernie Els
Rickie Fowler er frábær. Það vita aðdáendur hans mæta vel.
En hversu frábært er þetta?
Rickie tók í gær þátt í góðgerðarmóti Ernie Els í Flórída og á einni par-3 holunni var $ 1 milljón í verðlaun fyrir holu í höggi.
Og hvað gerir Rickie …. fær ás og knús frá öllum þ.á.m. Ernie Els og Rory McIlroy, sem voru að fylgjast með.
Sjá má myndskeið af ás Rickie með því að SMELLA HÉR:
Rickie sem er í 5. sæti á heimslistanum fékk þar að auki milljónina, sem rann óskipt til góðgerðarstofnunar Els, en stofnunin styrkir einhverfa, en Els á einmitt einhverfan son.
„Það var ansi svalt að geta gert þetta fyrir Ernie og stofnunina,“ sagði Rickie á eftir á Golf Channel.
„Þetta er lítið skotmark. Það býst enginn við þessu (að fá ás) því þetta er einskonar högg út í bláinn.„
Rickie er búinn að standa sig vel það sem af er árs 2016 en hann sigraði m.a. á Abu Dhabi HSBC Championship i janúar sl.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
