Richard Akin – 67 ára Texas-búi – fékk tvo ása á sama hring!!!
Sumir hafa alla heppnina sín meginn… og kannski svolitla hæfileika líka. Þannig var það með hinn 67 ára Rich Akin, sem ekki aðeins fékk 5. draumahöggið sitt s.l. helgi heldur líka 6. draumahöggið og allt á sama hring.
Í reynd hefir Akin, sem spilaði í móti á vegum Men’s Golf Association á Quail Valley golfvellinum fengið alla 6 ása sína á þeim velli, en þessir tveir síðustu eru líklega þeir sérstökustu.
Mótið var með shotgun fyrirkomulagi og seinni ásinn kom í síðasta höggi Akin, sem hann sló með 7-járni. Átjánda braut La Quinta í Quail Valley er 147 yarda (134,4 metra) par-3 hola.
„Ég hrópaði á eftir (boltanum meðan hann var á flugi),“ rifjaði Akin, sem er með 8 í forgjöf og býr í Houston, Texas upp. „Ég sagði, þetta er síðasta holan. Setjum tvo (ása) niður.“
Hátt drag (ens. draw) Akin lenti 15 fetum fyrir framan pinnann og rúlaði ofan í holu, svipað því sem hann gerði fyrr um daginn á par-3, 5. holunni með P-fleygjárninu sínu. Akin, sem er varaforseti verkfræði- og byggingarfélags í Houston, notaði sama boltann í báðum höggum, sem er mjög óvanalegt. Hann hafði ætlað sér að geyma boltann sem hann fór holu í höggi með í fyrra skiptið um daginn, en þegar hann týndi hinum boltanum sínum (en hann var bara með 2 bolta á golfvellinum þennan daginn) notaði hann draumahöggs-boltann sinn aftur (og fyrst á 17. holu).
Skv. bandarískri tölfræði eru líkurnar á að fá 2 ása á sama hring 67 milljónir á móti 1.
Lokaskor Akin, sem eitt sinn var með 2 í forgjöf, voru 78 högg.
„Ja, hérna!“ sagði Rich Akin að lokum. „Ég verð að fá tvo ása nú til dags til að „breaka“ 80!!!“
Heimild: chron.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
