Reynir Sigurbjörns og Dean Edward Martin sigruðu í góðgerðargolfmóti Team Rynkeby Ísland til styrktar krabbameinssjúkum börnum
Í sumar mun Ísland í fyrsta sinn taka þátt í einu stærsta samnorræna góðgerðaverkefni Norðurlanda ,,Team Rynkeby“. Þá munu 33 Íslendingar hjóla á einni viku frá Kaupmannahöfn til Parísar um 1300 km leið til stuðnings Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra barna á Íslandi. Í för verða einnig 8 manna aðstoðarlið.
Þátttakendur í Team Rynkeby Ísland er hópur fólks með ólíkan bakgrunn. Öll með það sameiginlega markmið að safna peningum til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Í samstarfi við Golfklúbbinn Leyni efndi Team Rynkeby til veglegs golfmóts á Garðavelli, 27. maí s.l., þar sem allur ágóði rann til styrktar verkefninu.
Leikfyrirkomlag var 18 holu punktakeppni í tveimur flokkum 0-10,1 og 10,2 og yfir. – Hámarksforgjöf karla var 24 og 28 hjá konum.
Heildarverðmæti vinninga var nærri 500.000 kr. – Veitt voru verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í báðum flokkum. Nándarverðlaun voru veitt á öllum par-3 holum og auk þess voru afhentar veglegar teiggjafir og veitt útdráttarverðlaun í lok móts.
Verðlaun og vinningar voru m.a. frá eftirtöldum fyrirtækjum:
ÓG Eldvarnamiðstöðinni, Caruso Reykjavík, Hótel Örk, Lava Centre, Into The Glacier, Hreyfing, Adventures, ÍSAM, Mathús Garðabæjar, Cintamani, Golfklúbbur Vestmannaeyja, Nýherji, Bláa lónið.
Alls tóku 67 kylfingar þátt í góðgerðarmóti Rynkeby þar af 11 kvenkylfingar.
Sigurvegarar í flokk 0-10,1 voru eftirfarandi:
1 Reynir Sigurbjörnsson GL 8 F 16 20 36 36 36
2 Helgi Dan Steinsson GL -1 F 18 18 36 36 36
3 Björn Bergmann Björnsson GK 8 F 21 15 36 36 36
Sigurvegarar í flokk 10,2 og yfir voru eftirfarandi:
1 Dean Edward Martin GL 14 F 19 22 41 41 41
2 Njörður Ludvigsson GR 11 F 19 20 39 39 39
3 Vilhjálmur E Birgisson GL 13 F 20 18 38 38 38
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
