Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2019 | 09:00

Refsing Kim milduð í 1 ár!

Kóreanski kylfingurinn, Bio Kim, fékk 3 ára brottvikningu sína af kóreanska PGA mildaða í 1 árs brotvikningu skv. suður-kóreönsku fréttastofunni Yonhap News Agency.

Engu að síður verður Kim að gegna 120 klst samfélagsþjónustu og borga 8350 dollara sekt (rúmlega 1 milljón ísk) til þess að snúa aftur á kóreanska KPGA.

Kim fékk 3 ára brottvikningu fyrir að gefa áhorfanda fingurinn þegar sími áhorfandans hringdi í baksveiflu Kim á DGB Financial Group Volvik Daegu Gyeongbuk Open nú í haust.

Þetta var á 16. holu lokahrings mótsins og Kim var með 1 höggs forystu og sigraði síðan í mótinu.

Sigurinn var 2. sigur Kim á tímabilinu.

Tveimur dögum eftir atvikið hélt Kim blaðamannafund þar sem hann baðst afsökunar á hegðun sinni og sagðist ekki mundu áfrýja ákvörðun kóreanska golfsambandsins.

Hin harða refsing vakti hins vegar svo mikla hneykslan almennings að hún var milduð í 1 ár.

Hinn 29 ára Kim, sem er 304 á heimslistanum sem stendur, mun því aftur getað spilað á KPGA árið 2021.