Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2013 | 15:00

Raphaël Jacquelin í metabækur!

Raphaël Jacquelin varð í dag aðeins 6. kylfingurinn á Evrópumótaröðinni til þess að afreka það að fá 12 fugla á einum hring í keppni og Jacquelin tókst það á hring upp á 62 högg á the Montgomerie Maxx Royal golfvellinum í Antalya, Tyrklandi.

„Þetta var brjálæður hringur í brjálæðum leik,“ sagði hann eftir hring sinn upp á 10 undir pari, 62 högg þar sem hann fékk m.a. skramba á 5. holu. Með hringnum er hann í hópi fárra kylfinga sem keppa um sigurinn á morgun á Turkish Airlines Open mótinu.

Síðasta kylfingi sem tókst að fá 12 fugla á hring í móti á Evrópumótaröðinni er Daninn Jeppe Huldahl, en því náði hann á Portugal Masters 2010 á Oceanico Victoria golfvellinum. Hinir 4 í „12 fugla klúbbnum“ eru þeir:  Fred Couples, Ernie Els, Russell Claydon og Darren Clarke.

„Ég er stoltur af metinu,“ sagði  Jacquelin. „Ég á nokkur met á Evróputúrnum. Ég náði t.a.m. 8 fuglum í röð fyrir löngu síðan. Ég veit að ég get skorað. Ég man ekkert hvar þetta var, þetta er svo langt síðan, en ég er mjög ánægður með (nýja metið).“

„Ég hef átt í erfiðleikum með leik minn s.l. tvo mánuði. Ég hafði enga tilfinningu fyrir neinu, ekkert sjálfstraust, ekkert. Þannig að það var ekkert auðvelt að hefja lokatörnina svona án sjálfstrausts.“

„En ég byrjaði í þessari viku, mér leið svolítið betur, ritminn var kominn aftur og það er lykillinn. Ég sló betri högg og var beinni, þannig að ég náði að hitta fleiri brautir og fleiri flatir og í dag kom allt saman myndi ég segja.“

„Svo jafnvel þó ég hafi fengið skramba á 5. (holu) þá var afgangurinn ótrúlegur og ég var með fullt af tækifærum og nýtti þau. Þannig að þetta er hrein hamingja í dag.“